Pippi

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Pippi

Post by Pippi »

Er með 400 l Juwel.
Myndirnar er ekkert spes, var að fá nýja vél og kann ekkert að stilla hana.
Image
Sett nokkar svona með af fiskunum mínum.

Image

Image

Þetta eru mjög óskýrar myndir og lélegar.
Kem með betri seinna.

Kv. Pippi
Last edited by Pippi on 29 Mar 2008, 17:02, edited 2 times in total.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Smá myndir frá mér

Post by Piranhinn »

Skemmtilegt búr hjá þér! :D
Last edited by Piranhinn on 21 Mar 2008, 11:33, edited 1 time in total.
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Þetta er reglulega fallegt búr hjá þér. Það eina sem ég persónulega fíla ekki eru hauskúpurnar en að öðru leiti þykir mér það stórglæsilegt. Ég hlakka mikið til að fá fleiri myndir af því frá þér þegar þú ert búinn að ná tökum á myndavélinni.

Hvaða sand ertu með í því og hvar fékkstu hann?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Laglegt búr hjá þér :D, sérstaklega flott hjá þér að hafa losað þig við þennan dælukassa sem er í juwel búrunum, finnst hann svo hryllilega ljótur :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Þakka ykkur fyrir það, enn já ég er ekki að fíla dælukassana heldur.
Ég á eftir að ganga miklu betur frá öllu oní búrinu, fela betur inntakið og þar sem að það sem að vatnið fer út aftur.
Svo er ég að reyna að koma gróðrinum í almennilegt stand, enn pelaburstinn virðist vera að spjara sig vel.
Heyrðu þetta er kallað kvars sem ég er með í botninum, enn váá hvað maður getur verið vitlaust, ég man ekki hvað búðinn heitir í augnablikinu sem að ég keypti þetta í.
Mjög ljós botn og gerir búrið svoldið flottara, að mér finnst.
Enn ég skal reyna muna hvar ég fékk þetta.

Kv. Pippi
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

mjög flott búr :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott og glæsilegt búr :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

geggjaðir bala h´karlarnir þínir... get ekki bedðið eftir að mínir verði svona stórir... hvað eru þessir gamlir??
er að fikta mig áfram;)
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Þakka ykkur öllum :D
Ætli að minni balarnir séu ekki að verða ársgamlir, enn ég veit ekki hvað þessi stóri er gamal, ég fékk hann þokkalega stóran.
Enn búrið er ekki alveg eins falleg á það á að vera, ef þið horfið á efstu myndina, og hægra meginn er bakgrunurinn brúnn, enn hinir svartir.
Þetta á allt að vera brúnt, enn neinei, ég kíttaði þetta alveg svakalega í búrið og haldi þið að ég hafi ekki akkúrat lent á gölluðum plötum.
Þær flögnuð allar upp helvítins kvikindinn, svo gátu þær ekki einu sinni allar flagnað, þurfti ein að vera nokkuð stabíl, hefði verið skárra að hafa allt svart þá bara.
Þetta er Juwel bakgrunnur.
Enn ég er að spá í að hafa þetta samt bara svona og reyna að láta Valisneria hylja megnið af bakgrunninum, svona þangað til að ég nenni að fara að gera eitthvað í þessu, sem að verður ekki strax :lol:

Kv. Pippi
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Premium wrote:Hvaða sand ertu með í því og hvar fékkstu hann?
Er með svona sand líka í mínu 600 lítra búri, fékk hann upp í dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fínt búrið hjá þér gaur.
Helvíti pattaraleg bótían þarna.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Takk, já hún er sko pattaraleg þessi og hún veit alveg af sér líka :D
Enn ég keypti kvarsið mitt í Polsen, þetta er notað í allskonar síjur og filtera þetta efni.
Kostar ekkert mikið hjá þeim, ég keypti 100 kíló á um eitthvað um 5000 kr minnir mig.
Enn þetta er mjög þykkur botn og skíturinn úr fiskunum fer ekki niður, heldur er oná botninum, sem er bæði kostur og ókostur.
Enn ég soga það bara upp þegar ég er að taka vatnsskipti.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Smá update, bætti smá plöntum í búrið og svo skellti strákurinn kolsýrukerfi oní og nú er bara að vona að plönturnar fari á fullt.

Búrið
Image

Kolsýrukerfið
Image

Kv. Pippi
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

FLott búr.
En mig hefur alltaf langað í kolsýrukerfi í 400l búrið mitt en kostar það ekki mikið?
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Mæladótaríið kostar 16 þús og ég er ekki alveg klár á því hvað kolsýrukúturinn kostar, enn hann kostar þónokkuð held ég.
Enn Nutrafin kerfið sem að þú bruggar sjálfur með er reyndar mikið ódýrara.
Það þarf 2 þannig í 400 l búr og þá kostar það 10 þús, svo kostar ekkert að græja nýtt brugg.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Pippi wrote: Image
sýnist að það mætti stytta slönguna á dælunni smá, krafturinn minkar smá við það að hafa beygjur á henni :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Jú mikið rétt, hún er löng slangan, enn ég týmdi ekki að klippa á hana strax.
Er að pæla í að bora litla holu í vegginn hjá mér, þá get ég sett kolsýrutækið og loftdæluna inní þvotthús hjá mér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Pippi wrote:Er að pæla í að bora litla holu í vegginn hjá mér, þá get ég sett kolsýrutækið og loftdæluna inní þvotthús hjá mér.
Sterkur leikur. Ég gerði það einmitt um daginn við loftdæluna hjá mér - núna heyrist svo gott sem ekkert í fiskabúrinu í stofunni hjá mér :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já mjög góð hugmynd :), væri líka ekki slæmt að koma tunnudælunni fyrir þar líka :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Já mjög góð hugmynd :), væri líka ekki slæmt að koma tunnudælunni fyrir þar líka :)
Mér datt það reyndar í hug en ákvað svo að tíma ekki að bora svo stór göt í vegginn. Loftslönguna setti ég bakvið lista og gekk sæmilega snyrtilega frá þannig að það er í lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Já það var akkúrat hugmyndinn að losna við hljóðið úr loftdælunni.
Svona frekar pirrandi hljóðið úr þeim.
Enn það minnkar nú mikið hjá mér núna reyndar eftir að kolsýrukerfið kom.
Ég hafði nú ekki hugsað mer að skella tunnudælunni yfir í þvottahús, enn það gæti enga síður verið mjög sniðugt að gera það.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Smá Update.

Image

Image

Ætla að fara í einhverjar góðar breytingar svona þegar ég nenni.
Bæta við rót, skipta út botnefninu, svo að græja plönturnar almennilega.

K.v Pippi
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ertu ekki ánægður með hvíta sandinn?
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ekki þennann sem að ég er akkúrat með, hann er alltaf of fínn.
Skíturinn úr fiskunum og t.d mold sem fer uppúr þegar marr er að krafsa í plöntunum.
Kemst ekki í gengum sandinn og niður á botn.
Þannig að skíturinn og moldinn fljóta alltaf oná botninum og það er farið að pirra mig.
Það er til þónokkuð grófari kvars, ætla að reyna að verða mér útum þannig, ef ég finn mér ekki grófari þá skelli ég bara sjávarmöl í botnin.
Mér finnst flott að hafa svona ljósan botn, gerir skemmtilega birtu í búrinu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er að fara að setja svona í minna búrið hjá mér og er búin að vera mjög efins, ætla samt að prófa og geri það við fyrsta tækifæri (þ.e. þegar ég nenni)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

ooooo mér finnst búrið þitt svo flott!
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Takk Inga :D
Enn Ásta ef að þú ætlar að gera þetta, fáðu þér þá gróft kvars, annars muntu sjá eftir þessu :)
Pirrandi þegar ullann ef alltaf að fljóta oná.
Ég fékk minn kvars í Polsen.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Pippi wrote:Takk Inga :D
Enn Ásta ef að þú ætlar að gera þetta, fáðu þér þá gróft kvars, annars muntu sjá eftir þessu :)
Pirrandi þegar ullann ef alltaf að fljóta oná.
Ég fékk minn kvars í Polsen.
ég er með þennan fína
og fyrst kom slatti af ulli eins og þú segir en eftir að ég setti slatta af botnfiskum corydoras, synodontis og fl. þá hvarf ullið
botnfiskarnir brytjuðu það niður og það hverfur alltaf í dæluna
ég er reyndar með 10 cm stæðst í fiski
en það eru nokkrir fiskar í búrinu
Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er komin með eitthvað og búin að hreinsa og þykir líklegt að það sé fínni týpan, það er alla vega mjög fínt.
Ég sýg þá bara #%&$/$%# sandinn upp smátt og smátt við vatnsskipti ef hann pirrar mig.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ég er búinn að vera gera það, sjúga hann smátt saman upp :)
Váá hvað þetta er flott hjá þér Gummi.
Enn ég er ekki viss um þetta sé alveg eins sandur, þinn er alveg snjóhvítur að sjá, enn minn er aðeins gulleitur.
Er þinn nokkuð frá Polsen.
Ég varð mér útum mjög grófan kvars, alveg hvítan, er að spá í að prófa að blanda þeim saman og gá hvað gerist.
Á 70kg af kvarsi auka ef að hitt yrði vonlaust.
Enn ég þyrfti að prófa að bæta við corydoras hjá mér og gá hvað gerist svona áður enn ég hreinsa allt uppúr.
Post Reply