hvaða síklíður?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

hvaða síklíður?

Post by hafið bláa hafið »

Halló
Ég er að breyta til í fiskabúrinu mínu og mig langar að hafa amerískar síklíður og ég veit eiginlega ekki hverjir passa saman og hverjir ekki þannig að ég ættla að koma með lista af síklíðum sem mig langar að hafaen þær verða að passa með Heros Severum og súkkulaðisíklíðum

Hérna er listinn...

Convict
Fire Mouth
Nicaraguan Cichlid
Green Texas
Nourissati Cichlid
T-Bar Cichlid
Jack Dempsey
Salvini
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvað er búrið stórt?
Þetta ætti allta að virka ef að búrið er nógu stórt :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta ætti að ganga. Einhverjir gætu þó orðið undir í baráttunni og eitthvað þyrfti að fækka í hópnum í framtíðinni.
Eina er að þessir fiskar eiga oft til að klippa niður gróður þannig ef þér þykir vænt um fallega gróðurinn í búrinu hjá þér þá eru þessar amerísku ekkert sérstaklega skemmtilegar.
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Allt í lagi ég er með 400 lítra búr myndu þeir allir passa í það?.
Ég þarf ekki að hafa þá alla í búrinu þetta voru bara fiskar sem mér fannst flottir.
Já ég skil með gróðurinn ég reyni bara að festa hann vel niður eða selja hann bara.
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Myndi Nourissati Passa með einhverjum af þessum fiskum?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

hafið bláa hafið wrote:Myndi Nourissati Passa með einhverjum af þessum fiskum?
er einhver sem á hann til eða getur fengið hann ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Veit það ekki sá hann bara á Tjorvar síðunni.
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Heyriði.
Þar sem t.d. Vargur og Bruni sem ég held eru fullir af reynslu og þeir vöruðu mig báðir við því að Ameríkanarnir myndu fara illa með gróðurinn þannig að ég fór að huggsa hvort það séu einhverjar síklíður sem fara ekki illa með gróður ég var t.d. að hugsa um Tanganyika síklíður t.d. Frontosur og einhverja aðra Tanganyika síklíður.
Fara Tanganyika síklíður illa með gróður :?:
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

hafið bláa hafið wrote:Heyriði.
Þar sem t.d. Vargur og Bruni sem ég held eru fullir af reynslu og þeir vöruðu mig báðir við því að Ameríkanarnir myndu fara illa með gróðurinn þannig að ég fór að huggsa hvort það séu einhverjar síklíður sem fara ekki illa með gróður ég var t.d. að hugsa um Tanganyika síklíður t.d. Frontosur og einhverja aðra Tanganyika síklíður.
Fara Tanganyika síklíður illa með gróður :?:
Ég hef allavega séð svona búr með alveg fullt af gróðri þannig að það ætti að vera í lagi saman, gróður og Tanganyika síklíður :)
200L Green terror búr
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Allt í lagin takk :-)
Post Reply