Birkir 06-07 Ameríku síkliður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir, er eitthvað að frétta af eftirlifandi óskarnum?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hann er slappur en tórir enn. Set nýjan lyfjaskammt í búrið hans á morgun.


Annars eru demantasíkliðurnar enn og aftur búnar að hryggna. Það má segja að þær bössti þetta einu sinni í viku :shock: Geggjun.


Búrið mitt er samt svo flott eftir minniháttar breytingar að ég er að springa úr stollti. Það er svo raunverulegt eitthvað. Oh boy!
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

dude, myndir !?!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Búrið seint í desember
Image
Image

Búrið í janúar
Image
Image

Ég skal pósta nýrri myndum bráðlega. Tók eina í kvöld. Nokkrar fagurfræðilegar breytingar.


Síðasti Óskarinn er dáinn. Mér þykir þeta óhemju leiðinlegt.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Æ, leiðinlegt með óskarinn og þá alla, voru mjög fallegir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

dapurlegt að óskararnir skulu ekki hafa meikað það :( sorry maður.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

búrið orðið nokkuð flott hjá þér félagi ég er að fíla þessar rætur og gróðurinn . . finnst alltaf skemmtilegast þetta nátturulega útlit .
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sammála um að búrið sé flottara svona, er jafnvel enn flottara að sjá það live.
Ég myndi nú samt reyna að koma þessari plöntu á seinustu myndinni ofan í mölina, held það yrði smekklegra.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
festivum
Posts: 45
Joined: 16 Jan 2007, 11:04

Post by festivum »

æj en leiðinlegt að síðasti óskarinn sé dáinn. þeiru voru hardcore krútt.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Image

Ok þetta er í fljótu bragði ekki mikil breyting. Afsakið þessa ömurlegu mynd en eins og áður segir sýgur þessi myndavél ryðgaða flugvél. Ég endurraðaði nokkrum plöntum og tók nokkrar í burtu þannig að þetta er eðlilegra. Þaar sem stóra plantan er er í raun þrjár mismunandi plöntur og fyrir aftan hlóð ég grjótum. Þetta breytti dínamíkinni í búrinu mikið. Ástæðan fyrir þessu var að dreyfa fiskunum meira og þetta svínvirkar, mikið líf í kring um þetta svæði.
Einnig setti ég flatann steinn fyrir framan stóru rótina.
Þetta sést ekki vel á myndinni en búrið svona með "berum augum" er geggjað núna, mjög náttúrulegt og mikið líf.
Ég hlakka alltaf til að koma heim og skoða þetta.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>


Ásta gaf mér nokkrar bjöllur sem í daglegu tali eru kallaðar járnsmiðir. Þær eru í dalli ásamt mjöli, seríjós og brauði. Þær geta af sér mjölorma að mér skilst, sem ég gef fiskunum.
í gær setti ég einn járnsmið í búrið og það var magnað að sjá Jack Dempsey bíta í kvikindið og halda því í kjaftinum á sér og hálf naga hana eins og bein þangað til að hann gat kyngt henni.
Kick ass!
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Fleiri leiðinlegar fréttir:
Annar Salvini fiskurinn er sama og dauður. Fann hann í búrinu áðan, búið að éta af honum sporðinn, meirihlutann af maga-ugganum, hann er allur hvítur og rauður, flýtur um búrið en andar. Setti hann í deiðabúrið. Er að spá hvort að það sé eitthvað hægt að gera fyrir hann. Það er eins og hann hafi orðið fyrir bíl :(
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bara hreint og gott súrefnisríkt vatn og smá salt og svo að vona það besta. Ef hann hefur bara orðið undir í báráttunni en er ekki eitthvað veikur þá ætti hann að jafna sig.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hann er út í sjó núna. Enda var hann afmyndaður, flaut á hvolfi, var orðinn rauður, jú hann andaði... en. Já.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Er að hugsa um salt í búr. Ég er með ansi gróðursælt ameríkubúr. Er að velta því fyrir mér hvaða áhrif salt gæti haft á það, hvort það sé ráðlegt að setja salt í búrið og hverjir kostir þess eru. Ef það er hið jákvæðasta mál þá vil ég biðja ykkur boltana um að segja mér hversu margar lúkur ættu að fara í 400l búr.

Þetta er saltið sem ég er með:
Image
Saltið til hægri er ekki með neinar almennilegar innihaldslýsingar. Kannski er það svona hrikalega hreint að þess er ekki þörf hahaha.


Annars ætla ég að skipta um vatn í dag....
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég veit ekki Birkir, ef þú átt við pokan lengst til hægri mundi ég ekki setja úr honum í búrið. Það er að vísu hellingur af salti í þessu en eflaust hellingur af kemískum efnum líka E-something. Öruglega ekki gott fyrir fiska.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

BWWWWHAHAHA :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kötlu saltið er gott.
Ég verð að viðurkenna að það er langt síðan ég hef saltað í búr og ég er búin að gleyma hlutföllunum :oops: en það er slatti sem má fara í búrið.

Einnig las ég eitthvað um að B12 vítamín væri gott fyrir fiska sem hafa misst sporð o.þ.h. Vítamínið hjálpar til við uppbyggingu vefja og eitthvað svoleiðis..... Það þarf þá að vera fljótandi eða uppleysanlegt. Bendi fólki algjörlega á að kynna sér þetta fyrst varðandi magn og annað, það á auðvitað ekki að demba þessu út í búrið að óathuguðu máli.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Menn hafa misjafnar skoðanir á saltmagni í búr.
Ca. 1 teskeið á hverja 5 lítra er yfirleitt talið ágætt ef ekki er verið að salta við sjúkdómum osf.
Ég sjálfur set smá slatta við 3-4. hver vatnskipti, er ekkert að mæla það sérstaklega, hendi bara 1-2 lúkum í búrið. Smá sált hefur góð áhrif á fiskana, eikur þol við nitrati ofl.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Demantarnir voru að hryggna enn eina ferðina og nú á einn af nýju steinunum fyrir aftan plöntuþyrpinguna. Það sem er áhugavart við þetta er að það er öðruvísi litur á hrognunum en oft áður. Eða á maður að segja egg :roll: Allavega í staðinn fyrir að vera hvít þá eru þau rauðleit!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ætlar þú að taka seiðin í sér búr ef þetta verður ekki allt étið núna?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Ætlar þú að taka seiðin í sér búr ef þetta verður ekki allt étið núna?
Sé til. Langar þig í seiði? Þau eru enn að nostra að eggjunum. Hugsa að seiðin fari að sjást á morgun.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Einn demantur dó í dag. Það var ekkert að henni að er virstist. Fann líkið í dag, vel farið fyrir utan nokkrar hvítar skellur.

Annars er allt tip top í búrinu. Ótrúleg stemmning í því, gróðurinn betri en oft áður, bara augnkonfekt að horfa á þetta. Sumir gestir gleyma sér alveg yfir þessu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvítar skellur?
Var það nokkuð líkt og á óskurunum þínum eða heldur þú að þetta séu svona "nartskellur"?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Nart hallast ég að. hann var alls ekki með neina blettaveiki.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Það eru rúmir fimm dagar síðan demantarnir hrygnduog egginn síðan þá horfin í marga daga. Viti menn, nú er allt í einu fullt af seiðum á nýjan leik. Þetta er alveg magnaður andskoti! Ég átta mig aldrei á þessu. Þetta hverfur dögum saman og svo bara "búmm".
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Geggjað hvað þeim tekst að fela þetta
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
festivum
Posts: 45
Joined: 16 Jan 2007, 11:04

Post by festivum »

mér finnst jafnvel enn merkilegra hvað BIRKI tekst að fela þetta!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir er náttúrulega einstakur og er ýmislegt gefið sem öðrum er ekki!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

"Kick ass" þráður svo maður noti orð höfundar, 14 blaðsíður ! :o
Fer ekki að koma update á heildarmynd af búrinu. ? Gaman að geta fylgst með breytingum frá byrjun.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

þakka þér fyrir það.
ég var einmitt að lesa ljósmyndatökuþráðinn þinn þar sem þú ferð skref fyrir skref í hvernig á að taka myndir. Ég geri allt eins og þar er sagt en samt eru myndirnar mínar rusl, sjáðu t.d. myndina sem ég tók fyrir þráðin þar sem allir setja inn eina mynd af búrinu sínu. En já....blablablabla

Annars er stemmningin góð í búrinu, Festae fiskarnir eru svo rugl fallegir að fólk gerir ekkert annað en að glápa á þá. Besti tíminn til að skoða þá er seinni partinn og upp úr kvöld mat, þá skarta þeir sínu fegursta.
Green Terrorarnir eru ekki lengur fórnalömb vegna smnæðar. þeir eru jú lang minnstir en þeir eru farnir að sýna litinn sinn og hættir að fela sig.
Post Reply