Hæ mig vantar einhverja öfluga cat fish gaura fyrir 600 lítra búrið mitt
er með tvær bökur í því og einn cat fish sem ég man ekki hvað heitir
Er með mjög fínan sand þarna eins og sérst á myndinni og vantar fleirri svona cat fish gaura eða aðra svipaða sem verða mjog stórir og eru virkilega duglegir að þrífa svona fínan sand
Fleiri af þessum sem þú ert með væru sjálfsagt fínir.
Nokkuð stór hópur af bótium er líka góður kostur, það er sérstaklega gaman af þeim í hóp.
Sjálfur er ég alltaf hrifinn af Synodontis kattfiskunum, þeir eru harðir naglar en felugjarnir nema í hóp, einnig ber að gæta að sumar týpur geta orðið allt að 30 cm.
Trúðabótíur
Last edited by Vargur on 02 Feb 2007, 19:03, edited 1 time in total.
Áttu þá við þessa eins og þú ert með ? Hoplosternum sýnist mér.
Þeir hafa verið til í fiskabur.is eru þó uppseldir en koma aftur í næstu sendingu.
Mig minnir reyndar að ég hafi séð nokkra í Fiskó um daginn.
Vargur: já alveg eins eða bara einhverja sem þið mælið með, sem eru alltaf svangir og að róta í sandinum og verða frekar stórir svo þeir verða ekki skjaldböku fóður
Bruni: Mynda fiskur en veistu hversu stór hann verður ? og hvað stikkið kostar hér á landi ?
Þetta er allt fínir fiskar sem hér eru taldir upp, þú ættir bara að kíkja á úrvalið í verslunum og velja fiskana sem höfða mest til þín. Athugaðu þó að flestir þessir fiskar kunna best við sig í hóp.
Pictusinn verður sjaldan stærri en 12 cm og er fjörugur mathákur, reyndar full fjörugur að margra mati.
Fínasta heimili fyrir skjöldurnar þínar, mjög gott sundpláss
trúðabótíurnar eru æðislegar, kosta yfirleitt skyldinginn samt, myndi
varast skúnkabódíuna, hún er smá og vá skapið í þessu gæjum
Algerir brjálæðingar, er ekki viss um að ég treysti þeim einu sinni með skjaldbökum
átti Hoplosternum thoracatum Fyrir einhverjum árum, mér finnst þeir æðislegir,
um að gera að bæta við þig fleirum svo þessi eini hafi hóp til að vesenast með