Breyting á búri.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Breyting á búri.

Post by Vargur »

Tók niður 6o l kuðungasikliðu búrið á eldhúsborðinu og setti í staðinn 110 l búr, ég smellti ljósa sandinum í búrið og kuðungasikliðunum með. Ég er reyndar að hugsa um að breyta eitthvað til í þessu búri, jafnvel hafa bara gróður og einhverja gotfiska og hugsanlega dvergsikliðu par.

Einhverjar hugmyndir ?

Hér er (ekkert sérlega góð) mynd af búrinu nýuppsettu.
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Spurning um að skella rót?
Það kemur oft vel út með gróðri.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég er svo spenntir fyrir einhverju sem er öðruvísi og óvenjulegt. Væri hægt að hafa eldhúsþema einhverskonar? Ekki að ég sé með hugmyndir samt um hvað nákvæmlega væri hægt að hafa í slíku þema.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fyndin hugmynd með eldhúsþemað.

Vargur, ég á að sjálfsögðu bók með hugmyndum að búrum ef þú vilt fá að fletta henni. Er svosem ekkert spes en stundum sér einn það sem annar sér ekki :roll:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Kannski að fara í Góða hirðirin og finna sér gamlan teketil og bolla og álíka. Brjóta þetta svo eftir þörfum.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Gróðurbúr! Þau eru svo æðislega falleg...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ekki ólíklegt að gróðurbur verði málið, svona af því ég hef aldrei verið með gróðurbúr.
En hvað með fiskana ? Ég er hrifinn af því að vera með eins og eitt dvergsikliðupar og svo hugsanlega einhverja gotfiska með þeim eða einhverja fiska sem geta fjölgað sér eitthvað í búrinu, ég vil nefnilega sjá smá líf.

Hvað finnst fólki um sandinn í gróðurbúr, ætti maður að halda fína hvíta sandinum eða vera með dökkan ?
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Ég segi ljósan.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

dvergsíkliður er málið
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Endurkastar ljós sandur ekki betur ljósinu? Ef þú ætlar að hafa plöntur...
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Endurkastar ljós sandur ekki betur ljósinu? Ef þú ætlar að hafa plöntur...
Stundum getur ljós sandur endurskastað of miklu ljósi fyrir margar tegundir fiska og þannig ollið þeim vanlíðan.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

ég væri mest rætt með sandinum að það kemur ekki nog vatnshreyfingu á rættur plöntunar ! Enn afhverju ekki profa :D
Búrið litur skemmtilegt út , er sérlega hrifinn á þessum steinum.
Eitthvað brúnt (rót) og smá grænt (plöntu) og það er öruglega mjög flott
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég framkvæmi einhverjar róttækar breytingar þegar næsta gróðursending kemur í Fiskabur.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Svo má líka alltaf setja hauskúpu í búrið :P
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

sliplips wrote:Svo má líka alltaf setja hauskúpu í búrið :P
ulalabebe . . verst hvað þær eyðast hratt upp, bölvað vesen að verða sér úti um nýjar.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já blessaðar kúpurnar eru ekki á hverju strái og eiðast alveg ótrúlega hratt upp í vatninu.
Þessi gæti nú farið aftur í eitthvert búrið en þá bara fyrir myndatöku.
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Yessssssss! Flott mynd.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Gaur hefurðu ákveðið hvað þú ætlar að gera við búrið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekki full ákveðinn. Ég hallast samt að því að gera þetta að gróðurbúri en er minna viss með fiskana sem fara í það. Ég er heitur fyrir að vera með eitt eða tvö pör af dvergsikliðum í búrinu. Er líka hrifinn að congo tetrunum en þær þurfa að vera nokkrar saman og verða fullstórar fyrir búrið þannig það gengur sennilega ekki.
Post Reply