útþanin guppy reyndist ólétt
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
útþanin guppy reyndist ólétt
var með áhyggjur i gær af guppy kvk, hún var búin að vera útþanin og feit i fleiri vikur! helt að hun væri með droopsy eða ormaveik. tók hana upp úr í gær og setti hana i glas, var síðan ráðlagt af einum ónefndum herna að sturta henni i klósettið. ég horfði á hana og klósettið og aftur á hana og bara : Nei! ég ætla ekki að gefast upp á henni! og setti glasið upp á hillu . áðan þá kikti ég á hana og horfði oní glasið, og viti menn, komið fullt af seiðum!! feita mín er semsagt aftur orðin mjó og c.a 15 seiðum ríkari!