Jæja tók eftir því í fyrradag að vatnið í búrinu var orðið alveg svakalega gruggugt sé ekki endana á milli í búrinu og það er eins og fiskarnir séu að reykja á fullu Sem sé þetta er eins og reykur í búrinu. Var að spá hvort að þetta gætu verið kolin sem að ég tók of seint úr dælunni eða hvort að þetta sé þörungur, þetta lúkkar hvítt svona í ljósinu en verður grænleitara þegar ég slekk. En þeta er bara alveg eins og hvítur reykur í reykherbergi þegar ég er með kveikt á ljósinu Er ekki að gefa of mikið og var ég að skipta um vatn í gær næstum 50%(út af þessu ). En svo í morgun þá var vatnið alveg nær kristaltært en svo eftir að það hafði verið búið að vera kveikt í kannski 3 tíma þá varð þetta aftur svona :S
Er orðin hrædd um að þetta geri fiskunum eitthvað og er að vona að þetta sé þörungur frekar en eitthvað annað. Ætti ég bara að skipta vel um vatn bráðlega? og hafa lítið kveikt á ljósinu og gefa lítið?
Mjög skýjað vatn
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Mjög skýjað vatn
200L Green terror búr
Þörungablómi sennilega ef þetta er grænleitt.
Myrkvaðu búrið í 3-4 daga og gefðu ekkert, skiptu svo um 50% af vatninu.
http://aquariumalgae.blogspot.com/2006/ ... water.html
Myrkvaðu búrið í 3-4 daga og gefðu ekkert, skiptu svo um 50% af vatninu.
http://aquariumalgae.blogspot.com/2006/ ... water.html
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Jæja myrkvaði búrið í 3 daga, varð strax mikið betra en plönturnar eru hálfdauðar, allavega þær rauðu. Ekki rauðar lengur heldur meirihlutinn glær.
Treysti plöntunum ekki í meiri myrkvun í bili og var ég að spá ef að þetta blossar upp aftur , er þá til eitthvað efni til að setja út í vatnið til að drepa þetta niður, Því að ég bara vil ekki myrkva það aftur svona lengi. Plönturnar bara drepast og fiskarnir verða skrítnir verða allir svo kátir þegar ég kveiki ljósið.
En jább vildi bara spyrja um eitthvað svona þörungaefni ef að einhver veit hvort að það sé til.
Treysti plöntunum ekki í meiri myrkvun í bili og var ég að spá ef að þetta blossar upp aftur , er þá til eitthvað efni til að setja út í vatnið til að drepa þetta niður, Því að ég bara vil ekki myrkva það aftur svona lengi. Plönturnar bara drepast og fiskarnir verða skrítnir verða allir svo kátir þegar ég kveiki ljósið.
En jább vildi bara spyrja um eitthvað svona þörungaefni ef að einhver veit hvort að það sé til.
200L Green terror búr