Jámm, það er komin hvítblettaveiki hjá mér. Í 2 búr.
Búr 1. 60 lítra
Slatti af tetrum, allar þaktar blettum. Kribba unglingar, með nokkra bletti. Ryksugur, 2 stk, báðar kátar. 1 SAE - virðist fínn. Það er talsverður gróður í búrinu. Ætla að setja Sera Protazol sem ég hef notað einhverntíman áður, en það stendur bara ekkert um það hvaða áhrif það hefur á gróðurinn... einhver ráð?
Búr 2. 160 lítra
Þarna voru 2 svarttetrur sem ég flutti úr hinu búrinu fyrir ca hálfum mánuði. Þær eru með hvítblettaveiki. Ég er búin að flytja þær í hitt búrið aftur. Þarf ég að meðhöndla búrið samt sem áður? Ef ég set salt, hvað má ég setja mikið salt svo gróðurinn koksi ekki?
Hvítblettaveiki :(
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli