
Þetta er hobby sem er fljótt búið að vinda upp á sig og sem betur fer erum við bæði alveg húkt á þessu

Þetta byrjaði þannig að ég fékk kallinn til að gefa mér eitt lítið og sætt 60lítra búr í afmælisgjöf núna í febrúar, þó að hann hafi nú ekki verið sáttur við það. Í það fóru 3gubbý og ein ancistra en þeir drápust fljótt og síðan þá hef ég verið að reyna að halda einhverju á lífi í því búri. Loksins tókst það (7,9,13, banka í tré) og er ég nú með 5gubby, 4 cherrybarba, tvo sverðdraga, 5ancistrur og par af dvergsíkliðum sem ég er reyndar ekki alveg sátt við.

En já tveimur vikum síðar var kallinn kominn með delluna og vildi endilega fá sér líka búr. Og hann þurfti náttlega að láta eins og þessi týpíski kallmaður og þurfti að fá stærra, betra og flottara

Þetta var semsagt í apríl. Núna erum við hins vegar svoldið búin að missa okkur. Við fengum 4 ca 100l búr og eitt 160l búr og erum svona að ákveða hvað eigi að vera í þeim. Eitt af þeim er notað sem seiðabúr og í því eru núna um 40 guppyseiði sem ég vonast til að geta komið uppí almennilega stærð þar sem við höfum fengið það æðislega job að sjá annarri gæludýrabúðinni hér á Selfossi fyrir a.m.k. guppy og ancistrum. Einnig er í því par af ancistrum, albínóakall og venjulega brún kelling og vonumst við eftir hrygningu hjá þeim.
Annars held ég að þetta sé bara orðið gott í bili og ég reyni að skella inn nokkrum myndum á eftir.. þær eru nebblega ekki í minni tölvu
