Köfnunarefnissambönd vatns
Ammoniak er eitt af þvi aleitraðasta efnið i fiskabúrum og ætla ég með þessari smá grein að sýna hvernig það myndast og hvað ber að forðast til að ammoniakeitrun myndist ekki i fiskabúrum en það getur strádrepið alla fiskana á mjög stuttum tima.
Þegar fiskar losa þvag og úrgang þá er i þvi köfnunarefnissamband sem heitir ammoniak og ammoniak myndast lika við rotnun dýraeggjahvitu td matarleifum og dauðum sniglum og fiskum.
Þar með getur offóðrun verið hættuleg þar sem óétin matur sest á botnin og byrjar að rotna og mynda ammoniak.
Sé vatnið léttsúrt ummyndast ammoniak i skaðlaust efni sem heitir ammonium en eftir þvi sem ph gildið er hærra i vatninu þá eru meiri likur á ammoniak-eitrun þar sem ammoniak eyðist ekki með hækkandi ph gildi.
Birti töflu sem sýnir að ammoniak er meiri i vatni með háu sýrustigi
Ph=6 0%ammoniak 100%ammonium
Ph=7 1%ammoniak 99%ammonium
Ph=8 4%ammoniak 96%ammonium
Ph=9 25%ammoniak 75%ammonium
Skv Wuhrmann og Woker
Af þessari töflu má lesa að i vatni með ph gildi 6 er nær egin hætta á eitrun en eftir sem ofar dregur á aukast likurnar.
Það sem hefur skeð hjá sumum er að búr sem ekki hefur verið hreinsað lengi og hefur verið keyrt niður i ph gildi 6 er fullt af köfnunarefnissamböndum og siðan er skipt um vatn með ph gildi 7 eða meira þá ummyndast ammonium strax i amoniak með tilheyrandi afleiðingum og þeir sem skilja ekki þetta samhengi munu telja að fiskarnir þyldu ekki vatnaskiptin.
Amoniak og ammonium umbreytast i siunum okkar i nitrit og nitrat. Nitrit er eitrað og drepur og þarf að láta það umbreytast sem fyrst i nitrat-samband.Ef siunin stendur of lengi á nitritstiginu fá fiskarnir eitrun. Fylgjast þarf vel með vatninu og skipta reglulega um vatn.
Gerlar i vatninu sjá um að kljúfa ammoniak i nitrit og nitrat en til þess þurfa þeir að eyða miklu súrefni, þvi minni fóðurleyfar og úrgangur i búrinu þvi meiri súrefni er i vatninu fiskunum til góða.
Ráð til byrjenda:
Mældu vatnið reglulega
Og stilltu matargjafirnar.
Heimild: Búrfiskar eftir Helgu Braemer og Ines Scheurmann
Köfnunarefnissambönd vatns
Moderators: Vargur, Andri Pogo
Köfnunarefnissambönd vatns
Last edited by Ólafur on 07 Oct 2006, 11:57, edited 1 time in total.