Smá pæling...
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Smá pæling...
Best að leita til reynslu boltana, þannig er mál með vexti að ég er með 2 Labidochromis caeruleus eða yellow lab,, búinn að vera með þá í nokkrar vikur núna og hrygnan er mjög greinilega komin með kjaft fullan af eggjum. í búrinu eru fullt af hellum og felu stöðum hita stigið er mjög gott og stöðugt, nú hef ég aldrei verið með síkliður áður og veit ekkert hvernig ég á snúa mér þegar kemur að seiðum. þannig að mér vantar góð ráð
ég hef einu sinni verið með hrigningu í gamla búrinu mínu og það sem ég gerði var að ég beið bara eftir að hún hrigndi og veiddi hana síðan uppúr og setti hana í sér búr og viku seinna eða svo þá tók ég seiðinn úr kjaftinum á henni með tanstöngli og setti seiðinn í sér búr kelluna aftur í gamla búrið.
þetta er mín reinsla svo eru margar leiðir held ég.
þetta er mín reinsla svo eru margar leiðir held ég.
Betri upplýsingar gefa von um betra svar.
Eru þau ein í búrinu, hvað er búrið stórt osf. ?
Ef búrið er sæmilega stórt, þau ein í því og þú ekki með laust aukabúr þá mundi ég bara leyfa kerlu að sleppa seiðunum í búrið. þú getur bætt við grjóti þannig að þröngar glufur myndist svo seiðin fái felustaði.
Eru þau ein í búrinu, hvað er búrið stórt osf. ?
Ef búrið er sæmilega stórt, þau ein í því og þú ekki með laust aukabúr þá mundi ég bara leyfa kerlu að sleppa seiðunum í búrið. þú getur bætt við grjóti þannig að þröngar glufur myndist svo seiðin fái felustaði.
Vargur wrote:Betri upplýsingar gefa von um betra svar.
Eru þau ein í búrinu, hvað er búrið stórt osf. ?
Ef búrið er sæmilega stórt, þau ein í því og þú ekki með laust aukabúr þá mundi ég bara leyfa kerlu að sleppa seiðunum í búrið. þú getur bætt við grjóti þannig að þröngar glufur myndist svo seiðin fái felustaði.
Það eru tveir black shark í búrinu með þeim annar er ca.7cm og hinn ca. 10 .. er ekki alveg að treysta þeim, búrið er 125L og ég er með eitt 20L og annað 40L laus. og það væri ekkert mál að græja annaðhvort fyrir hana, en hvenær er þá rétti tíminn til að færa hana yfir ?
Ég persónulega færi kerlurnar ekki ef þær fá að vera sæmilega í friði í búrinu, bíð frekar í 16-20 daga frá hrygningu og strippa þær þá.
Í þínu tilfelli léti ég kerlu vera þangað til komnir eru 16-20 dagar ef hún fær að vera í friði. Þá mundi ég strippa hana og setja seiðin í 20 l. búrið og leyfa kerlu að jafna sig í ca viku í 40 l búrinu, færa seiðin síðan í 40 l búrið eftir 2-3 vikur.
Í þínu tilfelli léti ég kerlu vera þangað til komnir eru 16-20 dagar ef hún fær að vera í friði. Þá mundi ég strippa hana og setja seiðin í 20 l. búrið og leyfa kerlu að jafna sig í ca viku í 40 l búrinu, færa seiðin síðan í 40 l búrið eftir 2-3 vikur.
Jæja núna er ég búinn að losa mig við stærri sharkinn og núna fær hún alveg að vera í friði á sínu svæði..
þá er það bara ein lítil spurning í viðbót í sambandi við að strippa!
er það alveg hundrað% að það verði nauðsinegt að strippa hana ?
núna er á búinn að vera að skoða video á jútjúb og er alveg kominn með á hreint hvernig þetta gengur fyrir sig, en ég tók eftir hvað það eru svakalega margir sem eru á móti þessu, gæjinn sem að póstaði myndbandinu var einfaldlega bara rakkaður niður ... Hvað er eiginlega málið með það ? er þetta hættulegt eða er fólk bara svona vikvæmt ?
þá er það bara ein lítil spurning í viðbót í sambandi við að strippa!
er það alveg hundrað% að það verði nauðsinegt að strippa hana ?
núna er á búinn að vera að skoða video á jútjúb og er alveg kominn með á hreint hvernig þetta gengur fyrir sig, en ég tók eftir hvað það eru svakalega margir sem eru á móti þessu, gæjinn sem að póstaði myndbandinu var einfaldlega bara rakkaður niður ... Hvað er eiginlega málið með það ? er þetta hættulegt eða er fólk bara svona vikvæmt ?
Það eru skiptar skoðanir á þessu srippi eins og öðru strippi.
Ég aðhyllist frekar stripp , þannig nær maður að halda fleiri seiðum á lífi og getur komið þeim í uppeldisbúr þannig þau komist frekar upp og stækki hraðar.
Strippið fer líka oft betur með mömmuna því oft heldur hún seiðunum lengur í kjaftinum ef hún er í aðalbúrinu, það fer oft illa með hana enda étur hún lítið sem ekkert og horast niður og er þess vegna orkulaus og verður oft fyrir aðkasti frá búrfélögunum.
Best er samt að lyfa kerlu að sleppa sjálfri og setja hana í sérbúr ca viku eftir hrygningu, það búr þarf að vera sæmilega rúmgott og hafa góðan felustað fyrir kerlu og best er að búrið sé ljóslaust og á rólegum stað. Ókosturinn við þetta er að sumar kerlur eiga til að éta seiðin eftir að þær sleppa þeim og því þarf maður að vera vel vakandi og fjarlægja kerlu eftir að hún sleppir seiðunum.
Þegar maður strippar kerlu er best að hafa hana í sæmilegum dalli með vatni úr búrinu.
Ég held kerlu lauslega í vinstri hendi ofan í dallinum.
Ég nota vanalega tannstöngul með marin enda til að opna kjaftinn varlega á kerlu. Gott er að þrýsta lauslega undir hökuna á henni með vísifingri
Seiðin synda yfirleitt strax út en þó getur þurft nokkrar tilraunir til að ná þeim öllum.
Seiðin fara svo vanalega í uppeldis búr og kerlan aftur í aðalbúrið ef hún er sæmilega hraust.
Þegar maður gerir þetta í fyrsta skipti við kerlurnar eru þær oftast stressaðar og berjast um en með aldrinum er eins og þær átti sig á því hvað er að gerast og þá verða þær rólegri meðan á þessu stendur. Ég man sérstaklega eftir einni johannii kerlu sem ég átti, þegar tími var kominn til að taka úr henni þá nánast synti hún í háfinn og var sallaróleg meðan ég hleypti seiðunum út.
Ég aðhyllist frekar stripp , þannig nær maður að halda fleiri seiðum á lífi og getur komið þeim í uppeldisbúr þannig þau komist frekar upp og stækki hraðar.
Strippið fer líka oft betur með mömmuna því oft heldur hún seiðunum lengur í kjaftinum ef hún er í aðalbúrinu, það fer oft illa með hana enda étur hún lítið sem ekkert og horast niður og er þess vegna orkulaus og verður oft fyrir aðkasti frá búrfélögunum.
Best er samt að lyfa kerlu að sleppa sjálfri og setja hana í sérbúr ca viku eftir hrygningu, það búr þarf að vera sæmilega rúmgott og hafa góðan felustað fyrir kerlu og best er að búrið sé ljóslaust og á rólegum stað. Ókosturinn við þetta er að sumar kerlur eiga til að éta seiðin eftir að þær sleppa þeim og því þarf maður að vera vel vakandi og fjarlægja kerlu eftir að hún sleppir seiðunum.
Þegar maður strippar kerlu er best að hafa hana í sæmilegum dalli með vatni úr búrinu.
Ég held kerlu lauslega í vinstri hendi ofan í dallinum.
Ég nota vanalega tannstöngul með marin enda til að opna kjaftinn varlega á kerlu. Gott er að þrýsta lauslega undir hökuna á henni með vísifingri
Seiðin synda yfirleitt strax út en þó getur þurft nokkrar tilraunir til að ná þeim öllum.
Seiðin fara svo vanalega í uppeldis búr og kerlan aftur í aðalbúrið ef hún er sæmilega hraust.
Þegar maður gerir þetta í fyrsta skipti við kerlurnar eru þær oftast stressaðar og berjast um en með aldrinum er eins og þær átti sig á því hvað er að gerast og þá verða þær rólegri meðan á þessu stendur. Ég man sérstaklega eftir einni johannii kerlu sem ég átti, þegar tími var kominn til að taka úr henni þá nánast synti hún í háfinn og var sallaróleg meðan ég hleypti seiðunum út.