grænt ógeð...
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
grænt ógeð...
það er grænt ógeð að setjast á allt í búrinu mínu... hvernig losna ég við það (held að þetta sé algengt) sest á glerið og skrautið í búrinu er slímugt...
Eyrún Linda
Er þetta dökkgrænt og leggst eins og slikja yfir allt í búrinu? Frekar vond lykt af því líka?
Þá er þetta cyanobacter og þú þarft helst lyf til að losna við það almennilega - það er til í dýragarðinum veit ég, heitir red slime remover. Verður líka að vera dugleg í vatnsskiptum dagin eftir að nota lyfið, þetta hreinlega leysir upp slímið og mengar vatnið þar af leiðandi. Og eitt enn, það verður að vera góð hreyfing á yfirborðinu á meðan þetta lyf er notað, þar sem það minnkar súrefnisupptökueiginleika vatnsins.
Þá er þetta cyanobacter og þú þarft helst lyf til að losna við það almennilega - það er til í dýragarðinum veit ég, heitir red slime remover. Verður líka að vera dugleg í vatnsskiptum dagin eftir að nota lyfið, þetta hreinlega leysir upp slímið og mengar vatnið þar af leiðandi. Og eitt enn, það verður að vera góð hreyfing á yfirborðinu á meðan þetta lyf er notað, þar sem það minnkar súrefnisupptökueiginleika vatnsins.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Þetta er eimitt nokkuð algengt í nýjum búrum.
Ef þetta leggst eins og filma yfir möl og annað í búrinu og flagnar af í flyksum þegar þú rótar í þessu þá er þetta umrædd Cyanobacter. Ef þetta er bara venjuleg þörungaslikja þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur.
Efnið sem vinnur á Cyanobacter virkar vel en það er stundum hægt að losna við þennan óþverra með því að passa að halda vatnsgæðum góðum, hreinsa sjánleg græn svæði í burtu, minnka ljósatíma og fóðrun og svo gerir plantan Egeria densa kraftaverk, en hún gefur hún frá sér eitthvað efni sem drepur niður Cyanobacter.
Ef þetta leggst eins og filma yfir möl og annað í búrinu og flagnar af í flyksum þegar þú rótar í þessu þá er þetta umrædd Cyanobacter. Ef þetta er bara venjuleg þörungaslikja þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur.
Efnið sem vinnur á Cyanobacter virkar vel en það er stundum hægt að losna við þennan óþverra með því að passa að halda vatnsgæðum góðum, hreinsa sjánleg græn svæði í burtu, minnka ljósatíma og fóðrun og svo gerir plantan Egeria densa kraftaverk, en hún gefur hún frá sér eitthvað efni sem drepur niður Cyanobacter.
....
nei þetta er svona slykja... en við erum einmitt með svona bursta og tökum upp steinana og skrautið reglulega til þess að þrífa það en ég prófa að minka ljóstímann... það skín samt inn á búrið frá glugganum en það er ekki beint frá sólinni bara dagsbirta... hættir þetta einhverntímann eða þarf ég bara að vera dugleg alltaf?...
Eyrún Linda
Ég notaði efni til að losna við þetta hjá mér og hef ekki séð síðan. Þetta er ekki þörungur þannig að þetta er ekki algjörlega háð ljósi. Mín reynsla er að vatnsskipti duga ekki til að losna við þetta, þetta fór bara þegar ég notaði efnið
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
...
fiskarnir mínir narta alveg í þetta en það er engannveginn nóg til að losna alveg við þetta ég prófa efnið við tækifæri eftir að ég er búin að prófa að minka ljósið og allt það en ég hugsa að ég þurfi ekki að minka fæðugjöfina af því fiskarnir éta það allt á no time... eða er það kannski úrgangurinn sem gæti ollið þessu....
Eyrún Linda