Ólafur wrote:Viti menn konan átti gróft Kötlusalt upp i skáp og það er bara komið úti búrið núna og siðan setti ég loftdælu i gang með loftstein ofani búrið og svo skulum við sjá.
ok vinur . . gróft sjávarsalt er best þar sem það er ekki joð í því . . passaðu samt upp á að þar sem þú ert með plöntur að salta ekki of mikið plönturnar eru ekki að fíla saltið . .
ég er með plöntur og salta í hverjum mánuði . kannski í 3. hver vatnaskipti ,, ath geri lika 1-2 vatnaskipti í hverri viku .
það er spurning hvenær þú þarft að fjölga vatnaskiptunum hjá þér ólafur .. . það styttist í það . oscarar eru subbur þegar þeir éta og fer mikill matur til spillis sem síðan rotnar í dælum eða á botninum . + að þeir kúka lika einsog meðalstórt lamb eða svona næstum því

smá ýkjur hjá mér en bioloadið eykst gríðarlega með hverjum sentimetra hjá óskari .
vatnaskipti er öruggasta leiðin til að losa út nitrAte eða no3 og þú ert kominn með nokkuð góðan fjölda af fiskum í 400 ltr . ef þú hugsar um vatnsgæðin og gott fæðuval þá hugsa fiskarnir um rest. láttu dælurnar bara í friði meðan þú skiptir út vatni svo þú haldir inni góðu bakteríunum.
heyrði einhverntíma að munurinn á bioloadi hjá smá oscar og svo fullorðnum væri 10.000 % sem er fáránlega mikið . ef rétt er.
1 cm af fiski á móti 10 ltr af vatni reglan á ekki við með amerískar síkliður.. ..