jæja í morgun vaknaði maður frekar myglaður og fór og kveikti ljósið í fiskabúrinu og gaf svo gúbbýkörlunum sínar 3 mínútur til að vakna. sit svo bara og klæði mig þegar ég sé eitthvað lítið og hvítt stefna upp með framglerinu á fiskabúrinu og einn gúbbýkarlinn sem greinilega fór snemma að sofa og var vaknaður kom aðvífandi ég flýti mér nær og sé að þetta er sverðdragara seiði og flýti mér að veiða það í háfinn, engin feiri seiði virðast hafa lifað af. það hefur fengið nafnið heddi frændi. ég á bara ekkert gotbúr
er nóg að hafa seiðið bara í háfnum og ofan í stórabúrinu eða þarf ég að fara og ná í 16 lítra búrið inn í geymslu fyrir eitt seyði?
hvað tekur það seyðið langan tíma að verða nógu stórt til að geta verið frísyndandi án þess ða eiga á hættu að vera étið?
er eðlilegt að gúbbýkarlar liggi bara á botninum í eins og 2-3 mínútur eftir að ljósin eru kveikt og séu svo eins og ekkert sé allan daginn??
Last edited by RagnarI on 07 Feb 2008, 23:43, edited 1 time in total.
Ég mundi ekki einu sinni taka 1 helv**** seiði úr búrinu heldur bíða aðeins þangað til að kellan er aftur orðin feit kaupa gorbúr og setja hana í það í staðinn fyrir að standa í einhverju veseni með 1 seiði.
Ég mundi bara ná í könnu/glas inní eldhús og mylja bara fóðrið sem að þú gefur hinum gúbbunum og gefa seiðinu
Þetta er eðlilegt með guppana og fleiri fiska, þeir þurfa smá stund til að vakna.
Ég mundi ekki nenna að standa í miklu brasi út af einu seiði og alls ekki artemíu sulli.
Þú getur skellt seiðinu í litla búrið frekar en að gera ekkert.
haha já veit ekki alveg hvað ég var að pæla mig langar bara til að vera alveg geðveikt góður stóribróðir.
en Vargur gætirðu vesenast í pöntuninni minni um helgina ef ég bið þig rosa fallega og svo millifæri ég á mánudag
já heddi frændi var étinn af móður sinni (hún hoppaði ofan í háfinn)
en nú er hann búinn að eignast ca 30 systkinifæddust og ég dreif í því þegar þau að brugga handa þeim smá artemíu í hálfum líter. þau hafa stækkað slatta síðan þau fæddust og eru orðin skær appelsínugul. nú er komið að enn einni spurningunni í þennan annars ágæta spurningaþráð minn.
hvað þurfa seiðin að vera orðin stór til að þau megi fara í stórabúrið?
þar sem ég á ekki auka hitara og vatn kólnar ískyggilega hratt niður í svona 5 gráður í öllum ílátum hér það verður ískalt þannig að ég get ekki verið með seiðin í sérbúri amk ekki inni hjá mér
RagnarI wrote:já heddi frændi var étinn af móður sinni (hún hoppaði ofan í háfinn)
en nú er hann búinn að eignast ca 30 systkinifæddust og ég dreif í því þegar þau að brugga handa þeim smá artemíu í hálfum líter. þau hafa stækkað slatta síðan þau fæddust og eru orðin skær appelsínugul. nú er komið að enn einni spurningunni í þennan annars ágæta spurningaþráð minn.
hvað þurfa seiðin að vera orðin stór til að þau megi fara í stórabúrið?
þar sem ég á ekki auka hitara og vatn kólnar ískyggilega hratt niður í svona 5 gráður í öllum ílátum hér það verður ískalt þannig að ég get ekki verið með seiðin í sérbúri amk ekki inni hjá mér
Þú getur sett þau hjá hinum þegar þau eru nógu stór til að verða ekki étin
Það er líklega um 1cm eða svo, kannski aðeins meira.
en tókst að redda þeim í litlabúrið færði þau bara upp á efri hæðina (herbergið mitt er í kjallara) þannig að nú eru seiðin í forstofuni og með passlegan hita hjá sér
Sæl verið þið hér er ég kominn með nokkrar spurningar
ég var að fá gúbbýseiði áðan og ég var að velta fyrir mér hvort ég gæti sett þau með sverðdragaseiðunum sme ég fékk um daginn þar sme að nú eru 2 aðara gúbbýkerlingar komnar að goti og seiðin í gotbúrinu
Það er ekki alltaf gott að hafa seiði á ólíkum aldri og af mismunandi tegundum saman. ég hef samt oft guppy og sverðdraga seiði saman og það gengur ágætlega.
jæja nú snýst spurnigin um litina. sum gúppy seiðin eru greinilega karlkyns og orðin hálf svört. byrja þau á að verða svört pg fá svo liti eða munu þeir alltaf vera svartir??
RagnarI wrote:jæja nú snýst spurnigin um litina. sum gúppy seiðin eru greinilega karlkyns og orðin hálf svört. byrja þau á að verða svört pg fá svo liti eða munu þeir alltaf vera svartir??
já langaði bara að vita þetta þar sem kerlingin sem gaut núna fyrir 2 vikum var gul og sennilega karlinn líka samt verða seiðin hálf svört(hún fékk ekki blett fyrr en eftir að hún kom hingað)
mig minnir að þegar ég átti gúbbí seiði þá voru þeir strax á litin eins og þeir urðu fullvaxin... en ekki örvænta! þessir fiskar eiga það til að eiga mikið að seiðum á ekki allt of löngum tíma
ekkert svo stór... bara nógu stórir til að geta farið að vera með fullorðnu fiskunum um 1.2cm... svo taka þeir líka við seyðum ef þeir eru með laust búr fyrir þá
ég hugsa líka að þú þurfir ekkert að flýta þér með þá út í dýrabúð ferð bara með þá næst þegar þú átt leið í bæinn