Það eru alveg líkur á að hann lifi þetta af, þetta er ekki óalgengt með fiska að þeir missi auga af einhverjum orsökum.
Þú þarft samt að fylgjast vel með þessu upp á sýkingu að gera, gæti jafnvel verið gott að salta búrið strax? Kannski betra að einhver annar gefi svar við því.
Skellti honum strax í stóran bolla og saltaði :/
lætur voða mikið eins og þegar þeir eru með svona loft maga eða hvað þetta kallast, en reynir samt að synda helling
stór bolli er alltof lítill fyrir gullfisk, hann drepst bara úr stressi þar, ekki á það bætandi eftir að missa auga.
Gerðu eins og ásta segir, saltaðu vatnið og passaðu að þetta komi ekki fyrir aftur (hvaða fiskur át úr honum augað?) og fylgstu með sýkingum og að vatnsgæðin séu góð.
Bardagafiskur át úr honum augað..
Og já, er með 60l búr sem ég gæti skellt honum í, þarf bara að þrífa það fyrst... kannski full stórt fyrir hann svona einan?
Ég held að stóri bollinn sem hún dóttir mín svo kurteislega talaði um sé frekar bjórkanna! og hann er pínulítill greyið, ég sagði henni strax að salta og við finnum honum betra húsnæði á morgun ef hann lifir af ræfillinn, spurning hvort hún finnur stærri skál... kannski pott??
já.. ég á frekar stóra poppskál einhverstaðar inn í skáp, ég held að hitt búrið sé ekki nógu sniðugt þar sem ég hef ekki dælu fyrir það [nemma tunnudælu sem hann mundi sogast í].. Hann er ekki mikið stærri en 3-4 cm greyið
Andri Pogo wrote:ef bardagafiskur beit hann myndi ég bara skella honum í glasið og leyfa gullfiskinum að vera á sínum stað á meðan þetta grær.
hahaha eins og fiskurinn viti eitthvað hvort það sé verið að skamma hann eða ekki... en það væri gáfulegast svona yfir nótt...
skamma hann? veit ekki hvað þú ert að meina með þessu.
Það sem ég á við er að bardagafiskurinn getur alveg verið í þessu glasi tímabundið á meðan sárið á gullanum grær, svona svo hann fari ekki að narta meira í hann á meðan.
Þá ekkert endilega bara yfir nótt heldur þessa daga sem það tekur að gróa fyrir
Andri Pogo wrote:ef bardagafiskur beit hann myndi ég bara skella honum í glasið og leyfa gullfiskinum að vera á sínum stað á meðan þetta grær.
hahaha eins og fiskurinn viti eitthvað hvort það sé verið að skamma hann eða ekki... en það væri gáfulegast svona yfir nótt...
skamma hann? veit ekki hvað þú ert að meina með þessu.
Það sem ég á við er að bardagafiskurinn getur alveg verið í þessu glasi tímabundið á meðan sárið á gullanum grær, svona svo hann fari ekki að narta meira í hann á meðan.
Þá ekkert endilega bara yfir nótt heldur þessa daga sem það tekur að gróa fyrir
já ég var að meina þetta í gríni af því þú lést þetta hljóma þannig "ef bardagafiskurinn beit hann"