West African Lungfish (Protopterus annectens annectens)
Til sölu ef viðunandi verð fæst fyrir hann.
Það hefur verið einhver pirringur í gangi milli hans og Dovii og eftir mikla umhugsun ætla ég að prófa að auglýsa.
Hann er um 40cm og verður eitthvað stærri, þetta eru mögnuð kvikindi sem hafa lifað á jörðinni óbreytt í amk. 100.000.000 ár og eru merkilegur hluti af þróunarsögunni.
Nánari upplýsingar um fiskinn eru neðarlega á þessari síðu: Monsterþráður Andra
Tilboð óskast í einkapósti en til viðmiðunar kostaði hann 14.000kr úr búð og er svo ég best viti, sá eini á landinu.
Last edited by Andri Pogo on 06 Jun 2008, 20:56, edited 1 time in total.
Humm, ég held að það sé einn svona á Hólum í Hjaltadal, í fiskasafninu þar.
Er eiginlega alveg pottþéttur á því, sá hann þegar ég fór að skoða safnið þar, og hann er orðinn nokkuð stór og heitir Hannibal
Pippi wrote:Humm, ég held að það sé einn svona á Hólum í Hjaltadal, í fiskasafninu þar.
Er eiginlega alveg pottþéttur á því, sá hann þegar ég fór að skoða safnið þar, og hann er orðinn nokkuð stór og heitir Hannibal
Já það er rétt, ég googlaði safnið og fann mynd af honum, ég verð að kíkja þangað og skoða safnið
Þetta er mjög skemmtilegt og flott safn hjá þeim. http://www.photo.is/dan05/pages/kps08050278.html
Hann er orðinn nokkuð stór þessi á hólum.
Svo ef þið flettið í myndunum, þá eru einhverjar fleiri myndir frá safninu.
Enn ég mæli með því að fara á þetta safn.
Búið að búa til eftirlíkingar af vötnum í stórum búrum þarna og sýnt hvernig bleikja og uriði eru í vötnum.
Drífa sig í ferðalag í Skagafjörðinn í sumar, ekki spurning, flott ferðaaðstaða á hólum.
það er samt ekki mælt með því til lengri tíma þó það gæti mögulega gengið.
Yfirleitt er þessi tegund lungnafiska mjög grimm gagnvart öðrum fiskum og drepur aðra fiska óháð stærð þeirra.
Þessi er mjög rólegur hjá mér samt sem áður og hefur ekki angrað neinn og ég hef engar sérstakar áhyggjur af honum í búrinu hjá mér.
Ekki svo stórt í þeirri stærð sem hann er núna, hann er um 40cm en stækkar amk helming til viðbótar. Þeir synda ekki mikið um og eru mjög liðugir.
400L búr væri eflaust ásættanlegt framtíðarheimili en minna gæti gengið.
Ég trúi ekki öðru, hann fer í fjölskyldu & húsdýragarðinn og verður líklega sýndur almenningi þegar hann nær góðri stærð.
Þýðir ekkert minna fyrir svona merkisdýr.
Þessi á hólum er víst dauður greyið og þetta mun vera eini lungnafiskur landsins þar til annað kemur í ljós.