Getur þú hjálpað mér

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Áslaug
Posts: 4
Joined: 12 Mar 2008, 10:41

Getur þú hjálpað mér

Post by Áslaug »

Hæ ég heiti Áslaug og er næstum ný hér. Nú er ég í tómu tjóni! Ég er með 150-180L balndað búr og það eru komin seiði ( lögmál lífsinns:) ) nema ég er svo vitlaus að ég veit ekki hvað ég á að gera á ég að taka seiðinn svo þau verði ekki étin eða alla hina fiskana mína?

En eitthver getur hjálpað mér þá yrði ég mjög þakklát en ég er LJÓSKA svo ég þarf smáaletrið líka :oops:
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Getur þú hjálpað mér

Post by Sirius Black »

Áslaug wrote:Hæ ég heiti Áslaug og er næstum ný hér. Nú er ég í tómu tjóni! Ég er með 150-180L balndað búr og það eru komin seiði ( lögmál lífsinns:) ) nema ég er svo vitlaus að ég veit ekki hvað ég á að gera á ég að taka seiðinn svo þau verði ekki étin eða alla hina fiskana mína?

En eitthver getur hjálpað mér þá yrði ég mjög þakklát en ég er LJÓSKA svo ég þarf smáaletrið líka :oops:
Ef að þú átt eitthvað annað minna búr þá er fínt að taka seiðin ef að þú vilt að þau komist upp :) myndi ekki vera að færa alla hina fiskana :P það er bara vesen. Annars ef að þú nennir ekki að koma þessu upp þá sjá hinir fiskarnir bara um þetta :)
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég mundi taka seyðin frá, af hvaða tegund eru seiðin?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Áslaug
Posts: 4
Joined: 12 Mar 2008, 10:41

Post by Áslaug »

Takk takk fyrir þið sem svöruðuð mér þetta eru convictar (sem segir kannski ekkert) Kærastinn minn á búrið en er á fristitogara og utann sambands svo mér fanns svo leiðinlegt ef öll seiðinn væru bara étinn

Takk takk
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ef þetta eru convict skaltu ekki hafa áhyggjur af seiðunum, þau passa yfirleitt mjög vel uppá þau.

Lestu þetta:
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Gre ... _grein.htm
-Andri
695-4495

Image
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ég myndi ætla að seiðin munu fá að vera í friði því þeir eiga "góða" foreldra. að vísu verða einhver afföll en svo lengi sem eru felustaðir í búrinu ekkert mál.

en ef það eru ekki felustaðir í búrinu þá mæli ég með að þú farir og kaupir einhverja s.s. kókoshnetu eða einhvað svoleiðis.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur... ef öll seiðin hverfa, þá hrygnir parið fljótt aftur.

Ég er með 2 convictpör og þau hafa hryngt um 10 sinnum á hálfu ári.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Convict eru einu bestu foreldrar sem þú finnur.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply