datt inn í ónefnda gæludýraverslun í gær til þess að kaupa lyf og rak augun í fullvaxna ancistrukerlu á góðu verði og ákvað að bæta henni við Ingu búr, amk til að byrja með.
Það voru ekki beint fagleg vinnubrögð við að poka kvikindið, til að byrja með festust gaddarnir í háfnum og þurfti ég að stoppa afgreiðsludömuna og losa hann sjálfur þegar hún var farin að hrista hann fullmikið
Svo fékk ég fiskinn í tvöföldum poka því ancistran átti að hafa gatað innri pokann (þessi með vatninu í) og var sá að leka.
Ég benti henni góðlega á að sá poki gæti tæmst í ytri pokann og eftir yrði dauður fiskur
Honum var þá hellt í annan poka, nema hún saug sig fasta við pokann en eftir smá hrist hjá starfsfólki datt hún harkalega í nýja pokann, á hvolfi og er sá ég þegar ég kom heim að bakugginn hefur rifnað.
Svosem ekkert við þessu að gera en bara leiðinlegt að horfa uppá svona meðferð
