Tjörnin mín

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Tjörnin mín

Post by Arnarl »

Jæja loksins búinn að grafa tjörnina mína, set dúkinn í næstu viku, það fara í hana koi og gullfiskar, hún er einhvað um 6m L x 4m B x 80cm D

Image
Byrjaðir að grafa
Image

Image
Last edited by Arnarl on 31 Mar 2009, 18:38, edited 3 times in total.
Minn fiskur étur þinn fisk!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lítur vel út.
Hvar á landinu er þetta ?
Verður einhver hreinsibúnaður og áttu ekki eftir að græa affall ?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þetta er aðeins lengra en gljúfrasteinn( þar sem halldór laxness átti heima í mosfellsdal :wink: ) það verður hreinsibúnaður með uv ljósi og Squinchy er að hjálpa mér að hanna affalið en það á að fara ofaní holu sem verður fyllt af grjóti og svo einangrunar plast yfir og þökur :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Kemur bara mjög vel út.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Ég þakka :)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Þetta er svakalegt! Bjóst ekki við þessum herlegheitum þegar þú varst að tala um þetta um daginn, það verður gaman að fylgjast með útkomuni..
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Verður örugglega rosa flott, allavega miðað við myndirnar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Takk :D
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

...

Post by pasi »

Þetta er GEGGJAÐ :) einhvað sem ég væri til í að gera einn daginn þegar maður er kominn í hús á jarðhæð :P (held að ég yrði ekki vinsæll ef að ég færi að grafa fyrir utan blokkina) hehe:) það verður gaman að fylgjast með og sjá myndirnar af þessu :) gangi þér vel.
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Var að grafa Holuna sem affallið fer í

Image
hún á eftir að vera fyllt af grjóti

Image
Minn fiskur étur þinn fisk!
gudnym
Posts: 142
Joined: 01 Apr 2008, 13:39
Location: Keflavík

Post by gudnym »

hverni er það þarf ekki svo að taka fyskana úr tjörnini á veturnar og geyma inni eða hvað?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

nei alls ekki, það þarf bara að hafa svona 80-90 cm þar sem er dýpst þá botn frýs hún ekki og passa að hafa alltaf vök á klakanum svo súrefni og "eiturgufur" komist í og úr tjörninni, þá fara fiskarnir í Dvala, en ég verð með affalið af öllum ofnunum í tjörnina þannig hún á helst að haldast yfir 16° yfir há vetur :)
Minn fiskur étur þinn fisk!
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Arnarl wrote:nei alls ekki, það þarf bara að hafa svona 80-90 cm þar sem er dýpst þá botn frýs hún ekki og passa að hafa alltaf vök á klakanum svo súrefni og "eiturgufur" komist í og úr tjörninni, þá fara fiskarnir í Dvala, en ég verð með affalið af öllum ofnunum í tjörnina þannig hún á helst að haldast yfir 16° yfir há vetur :)

Flott hjá þér, og sniðugt að hafa affallið hinum megin við girðinguna.
En fiskarnir verða ekki í dvala við 16 gráður, meira svona 4-7.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

já ég veit þess vegna vona ég að tjörnin haldist yfir 16° því það er svona kjör hiti fyrir kaldavatns fiska
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Jæja fór til Gunna í dýragarðinum áðann og keypti dúk fer í það á eftir að gera yfir borðið á tjörninni slétt g raka svona mestu steinana í burtu úr botninum sandurinn í botninn er líka kominn :-) Versta vesen að ég er að fara til spánar á miðvikudaginn og get því ekkert gert meira fyrr en eftir 2 vikur :(
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

búinn að gera svona huggulegt í kringum tjörnina gróður setti nokkur tré og setti þökur og lagaði kantinn svo setti ég dúkinn í og viti menn hann passaði ekki í Helv... tjörnina, ég fékk dúkinn af 6 metra rúllu en ekki 8 metra rúlluni þannig fer og sæki dúk á morgunn og set hann í þá á morgunn, ætla samt að setja þokur í botninn sem undirlag fyrir dúkinn
tók nokkrar myndir til að sýna ykkur þetta :D

Image

Image

Image
Last edited by Arnarl on 20 Jun 2008, 21:36, edited 2 times in total.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Myndirnar virka ekki, það er ö í URLinu :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Svekkelsi að fá ekki réttan dúk :evil:
Heppinn að það er góð spá um helgina.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

er það bara ég eða er tjörnin í smá halla? það virðist þannig á myndunum að hallinn sé það mikill að lítið vatn myndi komast í hana áður en það fer að flæða úr öðru megin.

Annars mjög flott! ég ætla að reyna að koma tjörn í garðinn heima hjá foreldrum mínum.
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

úú mér líst vel á þetta hjá þér :)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta er ferlega flott :wink:
Verður gaman að sjá þegar þetta er tilbúið.
Kveðja að norðan.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst vel á þetta.
Sammála Andra, landið virðist halla. Þú hækkar væntanlega bakkan þannig hann verði láréttur allan hringinn svo sem mest vatn komist í tjörnina.
Passaðu svo að nota grjót nánast alla leið upp í affals svelginn og setja jarðvegsdúk efst áður en þú gengur frá yfirborðinu.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Vargur wrote:Mér líst vel á þetta.
Sammála Andra, landið virðist halla. Þú hækkar væntanlega bakkan þannig hann verði láréttur allan hringinn svo sem mest vatn komist í tjörnina.
Passaðu svo að nota grjót nánast alla leið upp í affals svelginn og setja jarðvegsdúk efst áður en þú gengur frá yfirborðinu.
Landið var í halla þannig það munað 20 cm en ég er búinn að hækka bakkana þannig þetta er allt jafnt núna, ég er kominn með nýjan dúk núna , Takk Kiddi :wink: ég Fylti Affals holuna af grjóti og möl setti svo bara torf yfir allveg 50 cm þykt torf, búinn að setja þokur í botninn á tjörninni og er að láta renna núna í tjörnina :-) kem með myndir fljótlega
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

rosalega er þetta myndarlegt hjá þér. unhverfið við tjörnina er mjög flott. þetta á eftir að taka sig vel út hjá þér :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Já ég gleymdi líka að segja að dælubúnaður er kominn í hús, fór í dýralíf og keypti dælu og RISA filters kassa með UV ljósi :D

en hérna eru myndirnar

Image

Image

Image

og byjrað að renna í pollinn
Image

hún er samt allveg að fyllast það eru svona 2 tímar í það :-)
Minn fiskur étur þinn fisk!
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Glæsilegt!
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Kemur vel út ;) svo gaman að hafa svona tjörn í garðinum, lífgar upp á hann :D
200L Green terror búr
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ég stóðst ekki mátið þannig þegar tjörninn varð full varð ég að prófa dæluna :-) og tók 2 myndir

Image

Image
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Þetta verður geggjað! Ætlarðu að hlaða grjóti á brúnina eða tyrfa?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er ekki lengi gert 8)
Lítur vel út.

Ætlar þú að setja einhverjar plöntur í ?
Post Reply