Mjölormar?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Mjölormar?

Post by Birkir »

Ásta gamla kíkti á kjéppz með smá mjöl og nokkrar bjöllur/járnsmiði í boxi sem voru búnir að fjölga sér, þ.e.a.s. það voru lirfur/ormar í boxinu spriklandi um sem enduðu líf sitt á rómantískann máta í maga síkliðna minna.

Spurning.
1. Hvað get ég gert til að hvetja jarnsmiðina til að framleiða fleiri orma? Það hafa nefnilega ekki verið ormar í boxinu í viku.

Um daginn smellti ég einum járnsmiði í búrið. Hafið þið gert það?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þolinmæði þarf til kútur.
Þetta tekur nokkurn tíma, bjöllurnar þurfa að verpa og svo tekur það ormana nokkurn tíma að stækka. Ég veit ekki alveg tímann en þú þarft að chilla aðeins.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég er því kominn í kaf í tsjillið.

En hvernig er það, er ég sá eini sem hefur gefið heilann járnsmið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hér ertu með allt sem þarf að vita um mjölorma.
http://fjallabyggd.com/spjall/viewtopic.php?t=391
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Ég hef ekki gefið fiskunum bjöllur (eru ekki nógu stórir í svoleiðis verkefni)
en ég gef froskum og salamöndrum reglulega bjöllur líka upp á fjölbreytni frá
endalausu ormastússinu ;)
Post Reply