Nei ég legg ekki í að setja hana þar þó hún endi sennilega þar.
Hún er í 130 l búri í kompunni hjá mér ásamt skóflunefnum og verður þar eitthvað áfram.
Sorg ! Arowanan stökk upp úr hjá mér og beið eftir mér dauð á gólfinu.
Búrið var nokkuð vel lokað ef frá er talið smá op upp við vegg en þar hefur hún aulast upp og spriklað svo framm á gólf.
Rtc var færður í 500 l búrið í kvöld. Hér er ný mynd af skepnunni tekin við það tilefni, það er ekki langt þangað til hann fer að geta étið endur og hunda á sundi.
Red-tailinn heldur sig mest útaf fyrir sig bak við stærri rótina í búrinu og sést ekkert í búrinu. Hann hefur þó náð að hirða felustaðinn af Walking catfish.
Ég ætlaði að reyna að ná myndum af honum í búrinu en það hefur ekki verið í boði til þessa.
Ég náði ágætis myndum af Walking catfish á sundi og áttaði mig þá að ég hef nánast alltaf tekið myndir af honum kyrrum á botninum enda er það auðveldara. Ekki vantar þó fjörið í hann, skepnan er stöðugt á ferðinni í búrinu.
Ekki bara skemmtilegar myndir af fiskinum heldur er eitthvað svo frumskógarlegt við þessar myndir. Skemmtilegir litir.
Ég yrði ekki hissa þó birtist þarna einn lítill Tarzan
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Red tail fór loks að skoða sig um í búrinu í gær, "litla" greyið var í fyrstu tekinn nokkuð harkalega í gegn að Walking cat sem virðist hata aðra stóra botnfiska, hann eltir tvo stóra synodontis sem einnig eru í búrinu á röndum. Eftir smá eltingaleik og nag virðast þeir þó hafa náð sáttum.
Það er skrýtið að fylgjast með red-tail í búrinu, hann virðist mun stærri en hann gerði í 130 l búrinu. Skondið.
Er þetta tiger shovelnose? Hann á eftir að hjálpa RTC að éta hina á endanum - ornatipinnis verður örugglega mjög framarlega á matseðlinum.
Svo eru þeir líka þekktir fyrir að stinga nefjum saman og búa til afkvæmi sem eru kölluð tiger redtail eða eitthvað álíka... Væri alveg til í að sjá mynd af því.
Já étta er tig. shovelnose. Ornatipinnis og aðrir grannir fiskar verða ekki með þeim félögum í framtíðinni. Tigerinn er einn af mínum uppáhald, flottur fiskur, hann er bara svo rólegur að ég hef ekki lagt í að hafa hann með hinum fjörkálfunum.