Málið er bara að þessir fiskar eiga að vera alveg svartir með eldrauðann sporð, ekki satt?
Minn er frekar svart/gráleitur, og rauði liturinn í sporðinum er skuggalega daufur, hann hefur versnað svona í litunum síðan ég fékk hann (sem var í gær......)
Þá spyr ég, gæti þetta verið útaf því að vatnið er of kalt fyrir hann?
(hann þarf 22-25°, en vatnið er heldur kaldara en það!)
Eða er þetta útaf því að ég er ekki með dælu?.. (spyr ég eins og hálviti

Ég fæ hitara á morgun, þá fer vatnið í rétt horf.
Hann er einn með ryksugu í 23lítra búri, með bara einni plöntu og steinum.
En örvæntið ei

Þann 6júní fæ ég 50lítra búr, með loftdælu, vatnsdælu, hitara, ljósi í lokinu, steina og fleira. Þá ætti honum að líða betur.
Hann verður bara að "þrauka" í viku í viðbót. En ég held að hitarinn ætti að láta honum líða mikið betur. Vona það

Hvað segið þið um þetta? Langar mjög að heyra frá ykkur, því að ég er alveg splúnkuný í þessu og vil fá hjálp
