Hef rosalegar áhyggjur af hákarlinum mínum..

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Hef rosalegar áhyggjur af hákarlinum mínum..

Post by SandraRut »

Ég er með Red Tailed Black Shark, eins og ég sagði í fyrri þræðinum mínum.
Málið er bara að þessir fiskar eiga að vera alveg svartir með eldrauðann sporð, ekki satt?

Minn er frekar svart/gráleitur, og rauði liturinn í sporðinum er skuggalega daufur, hann hefur versnað svona í litunum síðan ég fékk hann (sem var í gær......)

Þá spyr ég, gæti þetta verið útaf því að vatnið er of kalt fyrir hann?
(hann þarf 22-25°, en vatnið er heldur kaldara en það!)

Eða er þetta útaf því að ég er ekki með dælu?.. (spyr ég eins og hálviti :roll: )

Ég fæ hitara á morgun, þá fer vatnið í rétt horf.

Hann er einn með ryksugu í 23lítra búri, með bara einni plöntu og steinum.

En örvæntið ei :lol:
Þann 6júní fæ ég 50lítra búr, með loftdælu, vatnsdælu, hitara, ljósi í lokinu, steina og fleira. Þá ætti honum að líða betur.

Hann verður bara að "þrauka" í viku í viðbót. En ég held að hitarinn ætti að láta honum líða mikið betur. Vona það :)

Hvað segið þið um þetta? Langar mjög að heyra frá ykkur, því að ég er alveg splúnkuný í þessu og vil fá hjálp :D
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það gæti vel verið að vatnið sé of kalt fyrir hann eða útaf slæmum vatnsgæðum?
Hann ætti þó að hressast og fá litinn aftur þegar það batnar.
Einn varð svona hjá mér en það var útaf áreiti frá stærri fiskum. Það lagaðist svo þegar ég færði hann í annað búr.
-Andri
695-4495

Image
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Já ókei, takk.
Ég vona að hann komi allur til þegar hitinn er kominn í rétt horf..

Svo líka þegar nýja búrið kemur, eftir viku :wink:
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
Post Reply