Hæ allir!
Ég hef tekið eftir því að botnhreinsislangan mín er orðin töluvert skítug og innan í henni hafa myndast skánir. Er eitthvað sérstakt efni sem ég get lagt hana í bleyti með til að ná þessu burt? Þetta gildir þá með slöngur almennt, eins og t.d. með tunnudælum, er einhver sem getur sagt mér hvernig best er að þrífa þetta.
Er einhver regla eða ráðlegging með slöngur til og frá tunnudælu, þið sem hafið vit á þessu, hversu oft á að þrífa þær, þarna getur orðið mikill bakteríuvöxtur.
Takk fyrir,
Þrif á slöngum?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þrif á slöngum?
Elskum dýrin án skilyrða......
Ég hef aldrei hreinsað slöngurnar hjá mér en hef pælt í að það væri kannski hægt að nota fjöður í þetta (eins og þegar maður dregur rafmagn) og hafa þá bara einhverja tuskudruslu á endanum sem maður dregur svo í gegn.
Ég er með svolítið langar slöngur og mikið moj að gera þetta svo ég hef ekki prófað ennþá en "er á leiðinni"
Ég er með svolítið langar slöngur og mikið moj að gera þetta svo ég hef ekki prófað ennþá en "er á leiðinni"
Hef notað þessa aðferð og virkar vel þegar maður finnur réttu stærðina af tusku búdd, of stór = passar ekki í, of lítill = hreinsar ekkert , en ekki allir sem eifa svona fjöðurÁsta wrote:Ég hef aldrei hreinsað slöngurnar hjá mér en hef pælt í að það væri kannski hægt að nota fjöður í þetta (eins og þegar maður dregur rafmagn) og hafa þá bara einhverja tuskudruslu á endanum sem maður dregur svo í gegn.
Ég er með svolítið langar slöngur og mikið moj að gera þetta svo ég hef ekki prófað ennþá en "er á leiðinni"
Annars er líka til sérstakur "Gormur" sem er ætlaður fyrir það að hreinsa slöngur úr tunnudælum, hann er með hreinsi bursta fremst, Núna nota ég þann gorm bara og nota fjöðrina í það sem hún er ætluð fyrir
Mæli ekki með því að fara nota efni í það að reyna hreinsa þetta, frekar bara kaupa nýjar frekar en að fara menga búrið með einhverjum hreinsi efnum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is