Ég hef tekið eftir því að botnhreinsislangan mín er orðin töluvert skítug og innan í henni hafa myndast skánir. Er eitthvað sérstakt efni sem ég get lagt hana í bleyti með til að ná þessu burt? Þetta gildir þá með slöngur almennt, eins og t.d. með tunnudælum, er einhver sem getur sagt mér hvernig best er að þrífa þetta.
Er einhver regla eða ráðlegging með slöngur til og frá tunnudælu, þið sem hafið vit á þessu, hversu oft á að þrífa þær, þarna getur orðið mikill bakteríuvöxtur.
Takk fyrir,
