Getur einhver hjálpað mér?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Getur einhver hjálpað mér?

Post by SandraRut »

Ég er að fara að fá mér 50lítra búr.
Það fylgir því allt, ljós í lokinu, vatns og loftdæla, hitari og þannig.

Hvernig fiska get ég haft þar?
Mig langar ekki í gullfisk, gúbbý eða einhverja þannig "venjulega" :)

Það sagði mér einhver að ég gæti fengið mér Convict par, en þau hrygna sirka einu sinni í mánuði, og ég nenni því ekki :roll:

Segið mér endilega frá einhverjum "sérstökum" fiskum, stórum (eða nógu stórir til að passa í 50lítra) sem ég get fengið mér.
Þið eruð nú miklu fróðari um þetta og vanari, og fiskar sem eru alveg normal fyrir ykkur, getur verið roosalega spennandi í mínum augum :D

Langaði mest í Oscar, en það er víst ekki hægt... ennþá :-)

(Langaði líka að spurja, er svona búr ekki alveg nóg fyrir einn eða tvo Arius Seemani fiska? maður sem ég þekki er með svona og ég get fengið, vil bara vera viss um að það sé nóg) :-)

Image

Þeir eru sirka 12cm, og hafa verið það í langann tíma, stækka líklega ekkert meira, nema þá í kannski 15cm.
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

..

Post by siggi86 »

Ég myndi bara byrja á Convict eða Jack Demsey eða Green Terror :)
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Hvað verða þessir fiskar stórir sirka? :)
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Allir fiskar sérstakir en þetta búr bíður ekki upp á nema fiska í smærri kantinum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: ..

Post by Squinchy »

siggi86 wrote:Ég myndi bara byrja á Convict eða Jack Demsey eða Green Terror :)
Mæli enganveginn með þessu nema með convict en það sem þig langar ekki í þannig þá skiptir að ekki, en JD veður 20 cm þannig að hann passar ekki í 50 lítra og GT verður jafn stór og JD þannig að sama sagan þar

Þú gætir fengið þér par af kuðungasíkliðum, Neon fiska torfu eða einhverjar aðrar tetrur, barba, gúrama svo eitthvað sé nefnt :)

Þessi síða Gæti gagnast þér eitthvað með fiska valið :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Arius Seemani hentar alls ekki í þetta búr, þeir verða um 30cm, jafnvel aðeins meira og þurfa hálfsalt á fullorðinsaldri.
-Andri
695-4495

Image
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Já ókei, mig nefnilega langar ekki í gúbbý eða einhverja svona algenga fiska. Hef svo mikla löngun í einhverja sérstaka, í stærri kantinum, en þó nóg í þetta búr :) Ég þarf bara að hugsa mig verulega um :D

Auk þess þar sem þessi blessaða dýrabúð sem ég vinn í, hefur alls ekkert úrval.
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

50l búr býður bara því miður ekki uppá fiska í stærri kantinum.

en ef þú vilt einhverja "öðruvísi" fiska þá myndi ég kíkja á:

Fiðrildafiskur, litlir en flottir. gaman að gefa þeim að éta.
eru alltaf við yfirborðið að bíða eftir bráð. passa bara að hafa ekki tetrur eða aðra smáfiska með sem hann gæti nælt sér í.
Image

Dvergchanna, t.d. Rainbow Snakehead (Channa bleheri)
ein minnsta chönnu tegundin, verða bara um 20cm, þurfa reyndar kaldara vatn en hitabeltisfiskar; kringum 20°.
Árásagjörn kjötæta.. mini-monster :)
Image

Axarfiskar
litlir rólegir yfirborðsfiskar.
Image
mynd: Fiskabúr.is

Dvergsíkliður:
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... myndir.htm

Grænan hnífafisk / Eigenmannia virescens:
frekar litlir, bestir í hóp. Gætu þurft stærra búr á endanum. (2-3 til sölu í augnablikinu)
Image
nánar:
http://www.practicalfishkeeping.co.uk/p ... cle_id=376
-Andri
695-4495

Image
Post Reply