Einhver sjúkdómur er að hrjá Gúbbýfiskana mína (fullorðnir fiskar). þeir missa jafnvægið og velta til og frá og drepast síðan en það getur tekið nokkra daga. Sumir fiskanna leggjast á botninn. Einnig eru þeir ræfilslegir og frekar grannir.
Ég sé ekki neina bletti, sár eða útstæð tálkn. Veit einhver hvað þetta getur verið.
þetta er mjög bagalegt þar sem ég hef verið að dunda mér við að rækta gúbbýa sem hefur gengið mjög vel og mjög langt síðan ég hef fengið einhvern sjúkdóm í fiskana.
Ég er búin að salta 1 msk. á 10 l. setti Malachite green í búrið (120 l.) í gær og svolítið formalín í dag þegar ég sá enga breytingu.
Getur einhver hjálpað mér áður en ég missi allt búrið???
Þetta getur verið margt ef einfaldir hlutir eins og vatnsgæði eru útilokaðir.
Ég hef lent í svipuðum vandræðum með mína fiska og eftir hressilega saltkúra, jafnvel smá FMC og miskunarlausa grisjun á ræfilslegum fiskum hefur allt verið í fína lagi lengi.
Ég held að stór partur af því sé að ég hef engum nýjum fiskum bætt við enda tel ég að stór hluti af þessu guppy veseni hjá fólki sé þegar verið er að bæta fiskum við sem þá beri eða fái sjúkdóma í kjölfar flutnings og breytinga.
Vatnsgæðin hafa verið í ágætu lagi hjá mér og engir utanaðkomandi fiskar hafa komið í búrið í meira en heilt ár, þetta er allt mín eigin ræktun. Búrið hefur gengið mjög vel og engin sýking komið upp í langan tíma. 120 l. Juwel.
Ein spurning: Þegar þið hreinsið sandinn í búrunum ykkar (nú er maður með 3-4 cm. lag), farið þið í gegnum hann algjörlega niður á botn eða hreinsið þið bara eftsta lagið? Ef maður fer ekki alveg niður safnast skítur og bakteríugróður neðst og safnast þar saman. Hvað er ráðlegast í þessu Er best að hreinsa alveg niður á botn eða á maður að láta neðsta lagið vera, það þyrlast jú mikið upp í hvert sinn sem maður þrífur með botnslöngunni? Hvað segið þið, hvernig er best að haga þessu m.t.t. auknum/minnkuðum líkum á sýkingum??