Melanocromis Maingano

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Melanocromis Maingano

Post by SandraRut »

Ég er að fara að fá þannig í búrið mitt í kvöld :)
Veit ekkert um kynið.

Var bara að pæla hvort hann meigi vera með öllum fiskum?
T.d eins og einhverjum tetrum, étur hann þær eða?

Image
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

hann étur tetrurnar.
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Er þessi að fara í 20L búrið ?
Eða ertu komin með stærra ?
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Ég er komin með stærra, hann fer í 50lítra búr :)
Hafði hugsað mér að hafa hann bara einann, eða er einhver fiskur sem getur verið með honum, einhver sem hann borðar ekki og einhver sem borðar ekki hann :-) ?

Búrið : (55 * 30 * 30)
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Jájá það eru til fullt af fallegum afrískum síkliðum sem hann getur verið með en plássið bíður ekki uppá mikið finnst mér persónulega..

ég er sjálfur með 110L malawi búr, og er með hálfgert samviskubit yfir pláss leysi hjá þeim. Stærsti hængurinn búinn að eigna sér allt búrið og restin hanga bara í felum og eintómu stressi.
Annars þori ég ekki að fullirða neitt, það koma örugglega svör hérna sem eiga við meiri reynslu að styðja ;)

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=130
Last edited by vkr on 06 Jun 2008, 16:40, edited 1 time in total.
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Já ég skil alveg hvert þú ert að fara :wink:
Ég er bara með þetta 50lítra núna, sem hann mun fara í, ásamt einhverjum öðrum (stórt kannski)

En ég mun fá mér stærra búr þegar veskið leyfir :)
Verð bara að byrja á þessu, og sjá svo bara til :D
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Spurning um að komast að kyninu og vera með par eða 1 kk á móti 2 kvk og mikið af felustöðum? Finnst svoldið leiðinlegt að hafa einn fisk í búri persónulega.

ps. bara pæling, hef ekki mikla reynslu af þessari tegund.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Já, ég fór sjálf einmitt að pæla í þessu, ég kann sjálf ekki að kyngreina þessa tegund, en ég get alveg komist að því.

Fá mér þá bara karl og kerlingu, og já, mikið af felustöðum :wink:

Veit reyndar að karlinn er oftast dekkri í litunum, og oftast alveg svartur undir á maganum, en kerlingin ekki.
Sýnist vera karl og kona hérna í búðinni hjá mér.
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

http://www.tjorvar.is/html/melanochromi ... os___.html


Hérna er allavega sagt að karlinn sé oftast litsterkari en bæði eru eins á litinn. En einnig segir þarna að þeir þurfa um 200 L búr enda síklíður. Allavega efast ég um að eitthvað geti verið með þeim í svona litlu búri nema helst 1-2 af sömu tegund.
200L Green terror búr
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

50 lítra búr dugar engan vegin fyrir þennan fisk og aðra með honum. Það endar bara illa.
Fáðu þér frekar fiska sem passa í búrið.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Vargur wrote:50 lítra búr dugar engan vegin fyrir þennan fisk og aðra með honum. Það endar bara illa.
Fáðu þér frekar fiska sem passa í búrið.
Alveg hjartanlega sammála, ekki alveg að gera sig
Ace Ventura Islandicus
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Post by SandraRut »

Ég hugsaði mig aðeins um og tók ákvörðun.
Ég er með búrið heima og í því eru tveir Black Molly :)

Voða ánægðir (held ég..)

Eru ekki alveg fiskar sem meiga vera með þeim?
Eins og t.d Neon Tetrur, Gúbbý, Og aðrir litlir fiskar?

Einhverjir sem meiga alls ekki vera með þeim?
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
Post Reply