Ég er komin með stærra, hann fer í 50lítra búr
Hafði hugsað mér að hafa hann bara einann, eða er einhver fiskur sem getur verið með honum, einhver sem hann borðar ekki og einhver sem borðar ekki hann ?
Jájá það eru til fullt af fallegum afrískum síkliðum sem hann getur verið með en plássið bíður ekki uppá mikið finnst mér persónulega..
ég er sjálfur með 110L malawi búr, og er með hálfgert samviskubit yfir pláss leysi hjá þeim. Stærsti hængurinn búinn að eigna sér allt búrið og restin hanga bara í felum og eintómu stressi.
Annars þori ég ekki að fullirða neitt, það koma örugglega svör hérna sem eiga við meiri reynslu að styðja
Spurning um að komast að kyninu og vera með par eða 1 kk á móti 2 kvk og mikið af felustöðum? Finnst svoldið leiðinlegt að hafa einn fisk í búri persónulega.
ps. bara pæling, hef ekki mikla reynslu af þessari tegund.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Já, ég fór sjálf einmitt að pæla í þessu, ég kann sjálf ekki að kyngreina þessa tegund, en ég get alveg komist að því.
Fá mér þá bara karl og kerlingu, og já, mikið af felustöðum
Veit reyndar að karlinn er oftast dekkri í litunum, og oftast alveg svartur undir á maganum, en kerlingin ekki.
Sýnist vera karl og kona hérna í búðinni hjá mér.
Hérna er allavega sagt að karlinn sé oftast litsterkari en bæði eru eins á litinn. En einnig segir þarna að þeir þurfa um 200 L búr enda síklíður. Allavega efast ég um að eitthvað geti verið með þeim í svona litlu búri nema helst 1-2 af sömu tegund.