Sjúkdómur í Gúbbý!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Sjúkdómur í Gúbbý!

Post by voffi.is »

Sæl Öll!

Einhver sjúkdómur er að hrjá Gúbbýfiskana mína (fullorðnir fiskar). þeir missa jafnvægið og velta til og frá og drepast síðan en það getur tekið nokkra daga. Sumir fiskanna leggjast á botninn. Einnig eru þeir ræfilslegir og frekar grannir.

Ég sé ekki neina bletti, sár eða útstæð tálkn. Veit einhver hvað þetta getur verið. :?:

þetta er mjög bagalegt þar sem ég hef verið að dunda mér við að rækta gúbbýa sem hefur gengið mjög vel og mjög langt síðan ég hef fengið einhvern sjúkdóm í fiskana.

Ég er búin að salta 1 msk. á 10 l. setti Malachite green í búrið (120 l.) í gær og svolítið formalín í dag þegar ég sá enga breytingu.

Getur einhver hjálpað mér áður en ég missi allt búrið???

Hjálp!! :( :idea:

kveðja,
Elskum dýrin án skilyrða......
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

..

Post by siggi86 »

Skiptu bara um 60% af vatninu og sjáðu hvort að það geri eitthvað?
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

V / Gúbbýa

Post by voffi.is »

Takk fyrir þetta Siggi86!

Er virkilega enginn með neinar aðrar hugmyndir eða með reynslu af gúbbýfiskum..... ???? :ekkert: 120 l. búrið mitt er nefnilega að hrynja!
Elskum dýrin án skilyrða......
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

alltaf gott að salta smá :)
Minn fiskur étur þinn fisk!
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Getur líka verið svona óloftháðar bakteríur innvortis (hexamita eða þ.h)
Ace Ventura Islandicus
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

hanga þeir við yfirborðið þeir sem synda skryngilega?og þessir dauðu fljóta þeir?
i seiji að þetta sé costia
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

V / Gúbbý

Post by voffi.is »

Nei flestir þeirra fljóta ekki en sumir þó.

Ég var að rifja það upp að mér finnst þeir ekki hafa stækkað eins og venjulega, vaxtarhraðinn minnkað undanfarnar vikur.

Finnst þetta ekki beint eins og costia, spurning hvort þetta er eitthvað innvortis, sé ekki útstæð tálkn en costian er þó lúmsk og óútreiknanleg.

kv.
Elskum dýrin án skilyrða......
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta getur verið margt ef einfaldir hlutir eins og vatnsgæði eru útilokaðir.

Ég hef lent í svipuðum vandræðum með mína fiska og eftir hressilega saltkúra, jafnvel smá FMC og miskunarlausa grisjun á ræfilslegum fiskum hefur allt verið í fína lagi lengi.
Ég held að stór partur af því sé að ég hef engum nýjum fiskum bætt við enda tel ég að stór hluti af þessu guppy veseni hjá fólki sé þegar verið er að bæta fiskum við sem þá beri eða fái sjúkdóma í kjölfar flutnings og breytinga.
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

V / Gúbbý

Post by voffi.is »

Vatnsgæðin hafa verið í ágætu lagi hjá mér og engir utanaðkomandi fiskar hafa komið í búrið í meira en heilt ár, þetta er allt mín eigin ræktun. Búrið hefur gengið mjög vel og engin sýking komið upp í langan tíma. 120 l. Juwel.

Ein spurning: Þegar þið hreinsið sandinn í búrunum ykkar (nú er maður með 3-4 cm. lag), farið þið í gegnum hann algjörlega niður á botn eða hreinsið þið bara eftsta lagið? Ef maður fer ekki alveg niður safnast skítur og bakteríugróður neðst og safnast þar saman. Hvað er ráðlegast í þessu :?: Er best að hreinsa alveg niður á botn eða á maður að láta neðsta lagið vera, það þyrlast jú mikið upp í hvert sinn sem maður þrífur með botnslöngunni? Hvað segið þið, hvernig er best að haga þessu m.t.t. auknum/minnkuðum líkum á sýkingum??
Elskum dýrin án skilyrða......
Post Reply