Plönturnar mínar þrífast ekki almennilega :(

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Plönturnar mínar þrífast ekki almennilega :(

Post by elgringo »

Sælt veri fólkið

Ég er með 240l
1 30w T8 Juwel White light
1 30w T8 flora Grow
1 25w T8 White light
CO2 kútur frá Nutrafin

Ég er með slatta af plöntum í búrinu eiga að vera allar auðveldar. CO2 systemið kom í búrið í þar síðustu viku. Flora grow kom í fyrir viku en plönturnar virðast hafa hrakað mikið undanfarið.

Ég keypti fóðurtöflur sem ég er búinn að setja við ræturnar.
Er ég að gera eitthvað vitlaust eða á ég bara að bíða rólegur?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Fóðurtöflurnar gera best gagn fyrir þær plöntur sem nærast í gegn um ræturnar, t.d. amazon sverðplöntur, aðrar plöntur nota ekki mikið ræturnar til næringar, heldur frekar blöðin.
Það er erfitt að segja hvað vantar, ef þetta eru ekki ljósfrekar plöntur, þá getur þessi lýsing alveg sloppið, hverig lýsir það sér að plönturnar dafna ekki? eru göt á þeim, grotna þær niður? geturðu lýst þessu eða jafnvel sett inn mynd?
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Þetta er aðeins að koma til núna. Það voru að koma göt á þær, ( ps er með Pakist Botiur) og þau urðu brún og bara uxu ekki heldur vesluðust upp, en núna er þetta að braggast betur. Myndiru telja að þetta sé lýsing í minnikantinum. Það er svosem í lagi að vera með auðveilar plöntur þangað til að ég fæ mér annað búr. Reyni að setja inn myndir..
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sæll, já, lýsingin er í minni kantinum, á meðan lýsingin er lítil, þá gerir næringin og kolsýran í raun ekki mikið gagn. Kolsýran gerir í raun ekki neitt ef ljósið er lítið, en of mikil næring miðað við ljósmagn getur valdið þér vandræðum og stuðlað að þörungavexti.
Hvaða plöntur ertu annars með?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vantar ekki bara nitur og fosfat? Nú ertu kominn með ýmsa hvata til góðs vaxtar en kannski vantar plönurnar bara fæðu.

Járn og önnur snefilefni eru eins og vítamín fyrir okkur. Nauðsynleg en bara í litlu magni. Þetta færðu m.a. úr töflum og gróðurundirlagi.

Maturinn fyrir plöturnar er svo CO2 og Nitur, Fosfat og Kalium.
Þetta færðu m.a. úr lífrænum úrgangi s.s. umfram mat sem brotnar niður svo og úrganginum úr fiskunum. Þegar aftur á móti plötur eru hvattar til aukins vaxtar með CO2 og lýsingu dugar lífrænt niðurbrot oft ekki til. Þá fara menn að gefa svokallaðar NPK áburðarblöndur.

CO2 með litlu ljósi gerir heilmikið gagn, sbr þessa grein og aðrar í sama greinaflokki.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég veðja einfaldlega á að þetta stafi af takmörkuðu ljósi. Oftar en ekki er meira en nóg af næringu fyrir plöntur í búrum sem eru ekki með miklu ljósmagni, efnaskiptin í plöntunum eru það hæg í minna ljósi að plönturnar eru ekki að taka upp mjög mikið af efnum úr vatninu heldur er ljósið takmarkandi þátturinn.
Það er allavega mín ágiskun, en erfitt að segja án þess að vita hvaða plöntur þetta eru.
Varðandi kolsýruna, þá er hún náttúrulega alltaf til staðar í vatninu, en að bæta við einu svona nutrafin systemi fyrir 240 lítra búr gerir ekki mikið til að hækka kolsýruna í vatninu.
Gaman væri að fá nákvæmt ph gildi og Kh til að sjá hversu mikil kolsýra er í vatninu, gera svo eins eftir að nutrafin kúturinn hefur verið aftengdur í nokkurn tíma og sjá þannig hverju þetta skilar í þetta stóru búri.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég var einusinni með 240 ltra búr með 150 watta mh kastara og mó í botninnum.það sást ekki inni búrið eftir sirka 3-4 vikur þvílikur voxtur eingir fiskar.ennn þær voru enmit allar brúnar en annars mjög falleg blöðinn.
ég vill kenna mh kastarannum um hann var aðeins 6500 kelvin og birtan því mjög rauð.en annars veit ég ekkert hvað ég er að seija svona er þessi litla reynsla min af gróðri :o
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

6500 kelvin eru mjög fín fyrir gróður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

afhverju vantar þá græna litinn?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kannski of mikil birta - fer eftir plöntum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

ulli wrote:afhverju vantar þá græna litinn?
Vantar járn?
Plönturnar dauðar og eru að rotna?

Sjá einnig
http://www.thekrib.com/Plants/Fertilize ... ncy.html#0
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

ulli wrote: ég vill kenna mh kastarannum um hann var aðeins 6500 kelvin og birtan því mjög rauð.en annars veit ég ekkert hvað ég er að seija svona er þessi litla reynsla min af gróðri :o
Litahiti sólarinnar er um 5000-6000K svo 6500K er fínt.

En getur verið að græna litin hafi bara vantað í ljósið og því þú ekki séð neitt grænt? Plöntur nota rauðan og bláan lit á ljósi til að ljóstillífa.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Hrafnkell wrote:
Vantar járn?
Plönturnar dauðar og eru að rotna?
neib voru mjög fallega vaxin nema þetta eina sem var liturinn
Post Reply