kven að starta vistkerfi. aðstoð óskast
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
kven að starta vistkerfi. aðstoð óskast
jájá. nú get ég ekki lengur hangið hérna til að ibba mig, kven eru að starta fiskabúri ! þar á móti kemur að ég veit mjög takmarkað hvað ég er að gera, og alltaf gott að fá góð ráð frá mér reyndari mönnum.
Búrið er um 80 lítrar, er mér sagt. það var "sett up" í gær, og núna er í því voða fínn(grófur) sandur, vatn, hreinsibúnaður og hitari og hitamælir. við settum líka örlítið vatn úr öðru fiskabúri til að fá smá líf í þetta. í búrinnu eru núna 1 stk festivum, mjög lítil og reytt stelpa(þar til annað kemur í ljós) og eitt spilurum par. (ég mun næla mér í fleiri fiska í fillingu tímans.) karlinn er talsvert stærri en kvenið, og það leikur allt í lyndi hjá þeim. þau eru samt mjööög feimin, og húka mjög mikið bakvið dæluna, þó svo að ég hafi sett hana það nálægt glerinu að ég hélt að þau kæmust ekki þangað. þau eru þó farin að synda svolítið um búrið, en straumurinn er full mikill fyrir þau ennþá, litlu krílin, og ég er enn ekki með neinar plöntur eða neitt til að brjóta hann upp. (dælan er samt á lægstu stillingu..)
PH-gildið hér á Laugarvatni er óþarflega hátt fyrir fiskabúr, myndi ég halda. ég mældi kranavatn í gær og það fór mest í 8.8 - hvernig hef ég áhrif á PH gildið, og hvaða PH gildi þurfa þessir fiskar?
önnur vangavelta, sem er nú meira bara upp á fagurfræðina, hvernig fæ ég fiskana meira í open space? kemur það bara um leið og ég er komin með eitthvað "umhverfi" fyrir þá til að vera í?
fiskarnir eru búnir að borða smá, þó það sé mjög lítið (allavega sem ég hef tekið eftir)
öll ÖNNUR ráð og tips við uppsetningu fiskabúrs er auðvitað vel þegin!
Búrið er um 80 lítrar, er mér sagt. það var "sett up" í gær, og núna er í því voða fínn(grófur) sandur, vatn, hreinsibúnaður og hitari og hitamælir. við settum líka örlítið vatn úr öðru fiskabúri til að fá smá líf í þetta. í búrinnu eru núna 1 stk festivum, mjög lítil og reytt stelpa(þar til annað kemur í ljós) og eitt spilurum par. (ég mun næla mér í fleiri fiska í fillingu tímans.) karlinn er talsvert stærri en kvenið, og það leikur allt í lyndi hjá þeim. þau eru samt mjööög feimin, og húka mjög mikið bakvið dæluna, þó svo að ég hafi sett hana það nálægt glerinu að ég hélt að þau kæmust ekki þangað. þau eru þó farin að synda svolítið um búrið, en straumurinn er full mikill fyrir þau ennþá, litlu krílin, og ég er enn ekki með neinar plöntur eða neitt til að brjóta hann upp. (dælan er samt á lægstu stillingu..)
PH-gildið hér á Laugarvatni er óþarflega hátt fyrir fiskabúr, myndi ég halda. ég mældi kranavatn í gær og það fór mest í 8.8 - hvernig hef ég áhrif á PH gildið, og hvaða PH gildi þurfa þessir fiskar?
önnur vangavelta, sem er nú meira bara upp á fagurfræðina, hvernig fæ ég fiskana meira í open space? kemur það bara um leið og ég er komin með eitthvað "umhverfi" fyrir þá til að vera í?
fiskarnir eru búnir að borða smá, þó það sé mjög lítið (allavega sem ég hef tekið eftir)
öll ÖNNUR ráð og tips við uppsetningu fiskabúrs er auðvitað vel þegin!
Seigar þessar kvensur !
Ég hef persónulega litlar (engar) áhyggjur af pH, vatnið okkar er fínt en það eina sem mér finnst skipta er að ekki séu miklar sveiflur í pH. Kranavatnið mælist hátt fyrst en hefur lækkað mikið sólarhring seinna.
Til að lækka pH er yfirleitt nóg að setja trárætur og leirpotta.
Fiskarnir eiga nú sennilega eftir að verða sýnilegri fljótlega, vertu ekkert að gefa þeim að ráði fyrstu dagana, þá fara þeir frekar á stjá í fæðuleit, einnig gæti verið ágætt að bæta aðeins við fiskum til að draga hina fram en ég held þetta komi samt allt.
Ég hef persónulega litlar (engar) áhyggjur af pH, vatnið okkar er fínt en það eina sem mér finnst skipta er að ekki séu miklar sveiflur í pH. Kranavatnið mælist hátt fyrst en hefur lækkað mikið sólarhring seinna.
Til að lækka pH er yfirleitt nóg að setja trárætur og leirpotta.
Fiskarnir eiga nú sennilega eftir að verða sýnilegri fljótlega, vertu ekkert að gefa þeim að ráði fyrstu dagana, þá fara þeir frekar á stjá í fæðuleit, einnig gæti verið ágætt að bæta aðeins við fiskum til að draga hina fram en ég held þetta komi samt allt.
fréttir eru fábrotnar. sökum peningaleysis þarf það að bíða nokkra daga í viðbót með að kaupa ljós og plöntur í búrið, en fiskarnir eru orðnir mun strækari, farnir að synda talsvert og ekki feimnir.
fréttnæmast er hvað hitastigið breytist mikið, og er svo oft of hátt eða of lágt, þ.e 20-22 og um 28 gráður :s ég átta mig ekki alveg á því af hverju það er...
fréttnæmast er hvað hitastigið breytist mikið, og er svo oft of hátt eða of lágt, þ.e 20-22 og um 28 gráður :s ég átta mig ekki alveg á því af hverju það er...
Hitnar það bara þegar Birkir kemur í heimsókn? Mér skilst að þá geti orðið ansi heitt í kolunum.. hehe *grin*
En án gríns, nær sólin einhvern tímann að skína á búrið? Eða stendur það nálægt ofni.
Ég skal gefa þér smá gróður, á ekki mikið sem stendur en ef ég fæ að vita með fyrirvara hvenær þú ert á ferðinni eða ferð til þín gæti ég tínt smá til.
Ég gæti líka átt lánsljós handa þér, ég skal mæla það á eftir þegar ég nenni að standa upp.
En án gríns, nær sólin einhvern tímann að skína á búrið? Eða stendur það nálægt ofni.
Ég skal gefa þér smá gróður, á ekki mikið sem stendur en ef ég fæ að vita með fyrirvara hvenær þú ert á ferðinni eða ferð til þín gæti ég tínt smá til.
Ég gæti líka átt lánsljós handa þér, ég skal mæla það á eftir þegar ég nenni að standa upp.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
búandi á heimavist þar sem er lítið privacy þá er undantekninga lítið dregið fyrir gluggan, svo sólin skín aldrei á brúið. það stendur um 1.5 metra frá ofninum (sem er undir glugganum)
mér hefur samt dottið það í hug hvort hitastigið inní herberginu hafi svona mikil áhrif á hitan á búrinu, en það var sem kaldast þegar ég kom aftur á vistina á sunnudaginn, en hafði þó verið heitast daginn áður, þegar herbergið var jafn heitt.
rafmagnið hérna er samt ekki alltaf í fíling, og gjarnt á að slá út. ætti það að hafa svona mikil áhrif á hitarann ?
ég kann að meta svona vinaleg heit með plönturnar og ljósið Ásta, takk fyrir það. ég held samt að það sé erfitt að smegja ljósi undir lokið, en það er heimasmíðað. ég vonast samt til að geta keypt mér ljós um helgina.
...og Ásta ef þig sárvantar að losna við plöntur.. þá verð kem ég s.s í bæin á föstudaginn...
mér hefur samt dottið það í hug hvort hitastigið inní herberginu hafi svona mikil áhrif á hitan á búrinu, en það var sem kaldast þegar ég kom aftur á vistina á sunnudaginn, en hafði þó verið heitast daginn áður, þegar herbergið var jafn heitt.
rafmagnið hérna er samt ekki alltaf í fíling, og gjarnt á að slá út. ætti það að hafa svona mikil áhrif á hitarann ?
ég kann að meta svona vinaleg heit með plönturnar og ljósið Ásta, takk fyrir það. ég held samt að það sé erfitt að smegja ljósi undir lokið, en það er heimasmíðað. ég vonast samt til að geta keypt mér ljós um helgina.
...og Ásta ef þig sárvantar að losna við plöntur.. þá verð kem ég s.s í bæin á föstudaginn...
jæja. núna gæti eitthvað farið að gerast. um helgina fór ég í fiskó og keypti þar litla netta rót, botntöflur, tvo pinku litla jack dempsey og þrjá brúsknefja, pinku litla, sömuleiðis. auk þess bættist við einn festivum í viðbót og tvær fallegar plöntur frá Ástu, ÞAKKIR Ásta
hlakka til að fara heim á eftir og gera búrið mitt ofur töff. þá fer ég að veiða myndavél og monta mig. vííí!
hlakka til að fara heim á eftir og gera búrið mitt ofur töff. þá fer ég að veiða myndavél og monta mig. vííí!
Rótin ætti að lækka ph í vatninu hjá þér mundu bara að hún getur litað til að byrja með sem er ekkert hættulegt, ef þú ert með skeljasand þá hækkar hann ph gildið hjá þér annars er það eina sem er vandamál hjá þer er hitinn þú getur prufað að setja annan hitara eða pæla hvort sá sem þú ert með sé of lítill þá nær hann ekki að halda hitanum réttum einnig ef dælan er ekki rétt staðsett miðað við hitarann þe hringstreymið í búrinu sé ekki nógu gott ???? bara pæling
Lífið er ekki bara salltfiskur
það er ALLTOF gott hringstreymi. veit samt ekki hvort það sé RÉTT hringstreymi... hvernig virkar RÉTT hringstreymi ? ég er allavega með dæluna eins lágt stillta og ég get, samt sést hringrásin mjög greinilega á yfirborðinu. ég er með dæluna í "aftara" hægra horninu og hitarann í "aftara" vinstra horninu, þannig að dælan blæs á hitarann...biggihb wrote:Rótin ætti að lækka ph í vatninu hjá þér mundu bara að hún getur litað til að byrja með sem er ekkert hættulegt, ef þú ert með skeljasand þá hækkar hann ph gildið hjá þér annars er það eina sem er vandamál hjá þer er hitinn þú getur prufað að setja annan hitara eða pæla hvort sá sem þú ert með sé of lítill þá nær hann ekki að halda hitanum réttum einnig ef dælan er ekki rétt staðsett miðað við hitarann þe hringstreymið í búrinu sé ekki nógu gott ???? bara pæling
já nú er einmitt að verða mánuður síðan ég skrifaði síðast. mjöög metnaðarfullt
ég fékk nýjan hitara í fiskabúr.is sem svínvirkar bara. hinn var greinilega í ruglinu.
ég er nú ennþá ekki búin að fá tækifæri til að gera jafn mikið við búrið og ég vildi gera, en það kemur allt með tímanum. og myndir jafnvel líka.
spilurum parið dafnar vel, og er farið í miklar graftar hugleiðingar, alltaf eitthvað að grafa þessir fiskar. gaman hjá þeim. jack demspey píslin láta eins og þeir séu 3 metrar á stærð, eða eru allavega með 3 metra egó. litla festivum stelpan (sem ég veit ekkert um kynið á) er samt hálf slöpp, og hefur í raun alltaf verið, þ.e. hún hefur einhvernveginn aldrei náð sér á strik. ég er soldið hrædd um hana. ég sé hana varla borða, og hún hefur sig lítið í frammi. ég er næstum samfærð um að hún sé búin að minka :s
ég fékk nýjan hitara í fiskabúr.is sem svínvirkar bara. hinn var greinilega í ruglinu.
ég er nú ennþá ekki búin að fá tækifæri til að gera jafn mikið við búrið og ég vildi gera, en það kemur allt með tímanum. og myndir jafnvel líka.
spilurum parið dafnar vel, og er farið í miklar graftar hugleiðingar, alltaf eitthvað að grafa þessir fiskar. gaman hjá þeim. jack demspey píslin láta eins og þeir séu 3 metrar á stærð, eða eru allavega með 3 metra egó. litla festivum stelpan (sem ég veit ekkert um kynið á) er samt hálf slöpp, og hefur í raun alltaf verið, þ.e. hún hefur einhvernveginn aldrei náð sér á strik. ég er soldið hrædd um hana. ég sé hana varla borða, og hún hefur sig lítið í frammi. ég er næstum samfærð um að hún sé búin að minka :s