Hvaða fiska má hafa með Óskari
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Hvaða fiska má hafa með Óskari
Vantar svo að vita hvaða fiska má hafa með þessari tegund ?
Með Óskarinn myndi ég segja að ekkert er fyrir víst, þetta er svo mikill karakter og enginn af þeim er eins, ég er með 2 í 600L búri og með þeim eru 4 - 5 Kribba pör + seiði, 2x Firemouth, Jack Dempsy, Gibbi og pleggi
var með fleiri kribba pör en nokkur hurfu þegar óskarinn var á milli 15 - 20cm svo eftir það hætti alveg að fækka þessum litlu og fá þeir alveg frið núna
Þannig að ég myndi bara segja go for it! að prufa þig áfram, getur vel verið að þú fáir mjög rólega óskara sem láta aðra alveg í friði
Annars myndi ég halda þig við Ameríku fiska með óskarnum
http://www.aquahobby.com/e_american_cichlids.php
var með fleiri kribba pör en nokkur hurfu þegar óskarinn var á milli 15 - 20cm svo eftir það hætti alveg að fækka þessum litlu og fá þeir alveg frið núna
Þannig að ég myndi bara segja go for it! að prufa þig áfram, getur vel verið að þú fáir mjög rólega óskara sem láta aðra alveg í friði
Annars myndi ég halda þig við Ameríku fiska með óskarnum
http://www.aquahobby.com/e_american_cichlids.php
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
með óskari
Takk fyrir, ég er ferlega stressuð með þetta, brá svo þegar hann gleypti bardagafiskinn minn. Þigg með þökkum öll góð ráð.
Ég er með 4 óskara(um 12-14cm) í 400L búri og með þeim eru 2 hrygnandi Convictpör og þar af 2 seiði frá þeim sem Óskararnir líta ekki við, þau eru um 1,5-2cm. ég er með kokteil af amerískum síkliðum líka og þetta gengur allt mjög vel.
Ég veit ekki hverjir borða seiðin sem Convictarnir sjást með af og til, en ég get alveg sagt þér það að það eru ekki Óskararnir.
En hægsyndir fiskar eins og bardagafiskur passar ekki með þeim.
mæli með ameríkusíkliðum og botnfiskum sem eru stærri en munnarnir á þeim.
Gangi þér vel og endilega sýndu okkur myndir, við erum svö mörg hérna Óskar-aðdáendur.
Ég veit ekki hverjir borða seiðin sem Convictarnir sjást með af og til, en ég get alveg sagt þér það að það eru ekki Óskararnir.
En hægsyndir fiskar eins og bardagafiskur passar ekki með þeim.
mæli með ameríkusíkliðum og botnfiskum sem eru stærri en munnarnir á þeim.
Gangi þér vel og endilega sýndu okkur myndir, við erum svö mörg hérna Óskar-aðdáendur.