Synodontis fjölgun

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Synodontis fjölgun

Post by Jakob »

Var að skoða video síðu National Geographicog rakst á vídeó af munnklekjurum (síkliðum) í náttúrunni. Synodontis fiskar (Petricola að ég held) koma og éta nokkur egg og sleppa sínum eigin í leiðinni, síkliðan tekur eggin upp og syno eggin klekjast á undan og syno börnin éta síkliðu seiðin uppí munni síkliðunnar, og síkliðan hugsar um syno ungkviðið.

Ég var að hugsa hvort að þetta væri hægt í 400L búri?
Vera með 7-10 syno. láta þá sleppa eggjum og fjarlægja þá svo?

Vídeóið: http://video.nationalgeographic.com/vid ... rapin.html
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

það er mjög erfitt að fjölga synadontis í búri a.m.k. miðað við það sem ég hef lesið
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

þetta er ekki rétt video
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

400L Ameríkusíkliður o.fl.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

afsakið off topic en þetta er klippt úr myndinni Jewels Of The Rift
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fann þetta bara inná National Geographic :)
Takk fyrir info ið samt, Raggi
400L Ameríkusíkliður o.fl.
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

þess má nú til gamans geta að þetta er eins og fuglinn gaukur gerir. hann verpir í annarra hreiður nákvæmlega eins eggi að stærð lögun og lit og fyrri egg í hreiðrinu. síðan þegar unginn klekkst út ýtir hann hinum ungunum úr hreiðrinu og fær allan matinn frá mömmunni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta eru reyndar Synodontis multipunctatus en ekki petricola.
Multipunctatus þykir nokkuð auðveldur í ræktun miðað við aðrar Synodontis tegundir en ekki eru til staðfest dæmi um að sumar tegundir hafi fjölgað sér í búrum.
Multipunctatus ætti að vera framkvæmanlegt að rækta í 400 l.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Er ekkert að hugsa umað gera neitt á næsta árinu eða 2, finnst þeir bara flottir og skemmtilegir Synodontis :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hehe fyndið samt að sjá þetta, venjulegu seyðin fyrir þessa síklíðutegund eru svo mörg og lítil og svo koma svona stór seyði sem að er erfitt fyrir "mömmuna" að soga upp í sig hehe :P (en gerir það samt) en alveg ótrúlegt að sjá þessa fiska geyma svona rosalega mörg seyði upp í sér :shock: og soga þau upp eins og ekkert sé.
200L Green terror búr
Post Reply