Var að skoða video síðu National Geographicog rakst á vídeó af munnklekjurum (síkliðum) í náttúrunni. Synodontis fiskar (Petricola að ég held) koma og éta nokkur egg og sleppa sínum eigin í leiðinni, síkliðan tekur eggin upp og syno eggin klekjast á undan og syno börnin éta síkliðu seiðin uppí munni síkliðunnar, og síkliðan hugsar um syno ungkviðið.
Ég var að hugsa hvort að þetta væri hægt í 400L búri?
Vera með 7-10 syno. láta þá sleppa eggjum og fjarlægja þá svo?
þess má nú til gamans geta að þetta er eins og fuglinn gaukur gerir. hann verpir í annarra hreiður nákvæmlega eins eggi að stærð lögun og lit og fyrri egg í hreiðrinu. síðan þegar unginn klekkst út ýtir hann hinum ungunum úr hreiðrinu og fær allan matinn frá mömmunni.
Þetta eru reyndar Synodontis multipunctatus en ekki petricola.
Multipunctatus þykir nokkuð auðveldur í ræktun miðað við aðrar Synodontis tegundir en ekki eru til staðfest dæmi um að sumar tegundir hafi fjölgað sér í búrum.
Multipunctatus ætti að vera framkvæmanlegt að rækta í 400 l.
Hehe fyndið samt að sjá þetta, venjulegu seyðin fyrir þessa síklíðutegund eru svo mörg og lítil og svo koma svona stór seyði sem að er erfitt fyrir "mömmuna" að soga upp í sig hehe (en gerir það samt) en alveg ótrúlegt að sjá þessa fiska geyma svona rosalega mörg seyði upp í sér og soga þau upp eins og ekkert sé.