Froskur með lausa "húð"
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Froskur með lausa "húð"
Jæja var í heimsókn hjá tengdó í dag og varð eitthvað litið inn í fiskabúrið þeirra sem að er ekki upp á marga fiska eru tvær sugur og svo einhver vatnafroskur, örugglega þessir venjulegu froskar sem að eru í fiskabúrum (brúnn á litinn). Hann hefur alltaf bara verið með strekkta "húð" svona eins og þeir eiga að vera en í dag var "húðin" bara laflaus á bakinu og var eins og loft undir henni og hún flaksaðist alveg til :S alveg rosalega skrítið að sjá þetta. Efa að þetta sé eðlilegt ástand á grey froskinum Var að spá hvort að einhver hérna vissi eitthvað um þessa froska og gæti kannski vitað hvað þetta gæti verið. en veit svo sem að þetta er náttúrulega fiskaspjall en það er aldrei að vita
200L Green terror búr