Heimsókn í Fiskó
Heimsókn í Fiskó
Ég kíki reglulega í fiskabúðir og lít eftir einhverju sem freistar mín. Nokkrar þeirra hér á höfuðborgarsvæðinu hafa nokkuð stöðugt og mjög gott úrval fiska. Metnaður virðist vera fyrir hendi að bjóða upp á gott úrval fiska og fylgihluta og sumsstaðar er fagþekking mjög góð hjá eigendum og starfsfólki. Ein þessara verslana er Fiskó. Ég nefni hana sem dæmi þar sem ég kíkti þar inn í dag. Þar er alltaf gott að koma, kaffi á könnunni og alltaf eitthvað sem gleður augað. Vert er að minnast á verulega gott tilboð á neon tetrum, 99 kr. stykkið, gott úrval regnbogafiska, gotfiska, og fyrir cichliðu unnendur hér á spjallinu ættu einhverjir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þarna voru t.d. rosalega flottir Pelvicachromis teaniatus frá Moliwe. Margir eiga staka ancistrus og yfirleitt eru það hængar sem verða stakir. Er það eitthvað náttúrulögmál ? Í Fískó sá ég heilan helling af kynþroska ancisrus hrygnum, eitthvað sem gæti vonandi glatt einhvern. Allavega labbaði ég út með tvær flottar hrygnur og þrjár sérlega glæsilegar Botia macracanta sem fóru í sóttkví til öryggis. Bíð bara eftir að setja þessa flottu fiska í mitt 700 l. kar. Það greinilega alveg ómaksins vert að taka smá rúnt í fiskabúðirnar hér á svæðinu. Fer þess vegna fljótlega aftur á stjá og skrifa vonandi smá greinarstúf um næstu heimsókn.
Fiskó
sona, sona, þetta má ekki. Verð eins og þessi á neon sá maður um "miðbik" síðustu aldar. Líkurnar á að fólk kaupi sér hóp verða meiri ef verðin eru lág. Sumir virðast ekki gera sér grein fyrir því að tetrur eru allflestar hópfiskar. En fyrst þú minntist á S- ameríku cichliður þá spái ég því að þú hættir fljótlega að bjástra við þá og komir til með að snúa þér að gotfiskum sem í raun eru toppurinn á þessu hobbyi ef grannt er skoðað. Sannaðu til.
Fiskó
Ég er búinn að fara allan skalann nema í saltið. Þetta hefur allt sinn sjarma en, það kemur að því að maður vill ró í búrunum en ekki þessi eilífu slagsmál um yfirráðasvæði og ruddaskap margra cichliða. Auk þess er fjölbreytileikinn mestur innan gotfiskanna, þá á ég við liti, lögun sporðs og ugga svo eitthvað sé nefnt. Sumir auðveldir í meðförum aðrir ekki. Gæði misjöfn, auðvelt að rækta nýjar línur. Það er ekki sama gubby og gubby
nei nei ég er ekkert að grínast heldur.
ég hef áhuga á að vita hvað er svona merkilegt við gotfiskana því ég sé það ekki . kannski maður ætti að setja upp gotfiskabúr til að upplifa þetta . . . það eru nú komin nokkur ár síðan..
en er sammála fiskó er þrælfín verslun og ein af mínum 3 uppáhalds.
ég er mikill pelvicachromis aðdáandi og er búinn að dást töluvert af þeim í fiskó og svo er eitt par í dýragarðinum sem er með þeim fallegri sem ég hef séð man nú ekki eftirnafnið svona í svipinn . .
ég hef áhuga á að vita hvað er svona merkilegt við gotfiskana því ég sé það ekki . kannski maður ætti að setja upp gotfiskabúr til að upplifa þetta . . . það eru nú komin nokkur ár síðan..
en er sammála fiskó er þrælfín verslun og ein af mínum 3 uppáhalds.
ég er mikill pelvicachromis aðdáandi og er búinn að dást töluvert af þeim í fiskó og svo er eitt par í dýragarðinum sem er með þeim fallegri sem ég hef séð man nú ekki eftirnafnið svona í svipinn . .
Re: Fiskó
ég skil hvað þú átt við . .Bruni wrote:allt sem bruni sagði
en jú auðvitað skilur maður að fólk hafi áhuga á einhverju misjöfnu eða þannig ehh. .Vargur wrote:Já ég er sammála þessu og oft hálfhissa hvað margir átta sig ekki á hvað gotfiskaræktun er heillandi.
Það væri nu gaman að fá smá pistil hér á spjallinu um búrið þitt Bruni.
sumir rækta rósir td. . eða elta fiðrildi og aðrir safna fiskum í búr ??
ég er sko ekkert hálfhissa á því ég er þvílíkt svakalega undrandi að ég er eiginlega bara steinhissa hvernig sem það er nú hægt ? . !!
hmm seinast þegar ég var með gotfiska þá var það nú bara til að síkliðurnar fengu aukaprótein á mánaðarfresti . en það er klárlega minn feill að falla ekki fyrir þessum elskum . . þarf að skoða þetta nánar og langar að heyra meira frá þér bruni ,þetta er áhugavert.
úff ég er farinn í háttinn . orðinn þreyttur og leiðinlegur.
Fiskó
Sælir aftur. Smá info um mitt búr, er reyndar með tvö, eitt 700 l. og annað 50 l. þar sem ég reyni að koma seyðum í örugga stærð þannig að þau verði ekki étin þegar þau fara í stærra búrið. Í því stærra er ég auðvitað með sverðdragara af nokkrum litafbrigðum. Hængarnir eru allir rauðir Simpson en orðið Simpson er notað þegar bakugginn er óvenju hár, það er ríkjandi gen sem veldur þessu útliti. Þá er ég með Limia nigrofasciata sem er "villtur gotfiskur" tegund sem er náskyld mollyum. Mjög skemmtilegir og duglegir fiskar. Tvo ancistrus hænga, sex Congo tetru hænga sem ég fékk í fyrra í fiskabúr.is, þeir eru orðnir mjög stórir og alveg rosalega fallegir, fimm rosalega flott eintök Melanotaenia boesemani regnbogafiska sem ég fékk í Dýragarðinum og sex Bala hákarla, eina rauða simpson maculatus hrygnu og coral platy hrygnu, fengna á sama stað. Dýragarðurinn er reyndar mjög flott verslun, þar er einnig mjög gott að koma, kaffi að sjálfsögðu á könnunni. Ég ætla þangað mjög fljótlega, Þarf að launa Kristni stóran greiða, mikill öðlingur þar. Þá er ég með sex stóra skalla, að öllum líkindum þrjú pör. Tunnuhreinsir af Sacem Marathon gerð sér um að sía óhreinindin frá, dælir 1500 l/klst. Í minna búrinu er svo ungfiskar, aðallega fyrrnefnd Limia og endlers sem ég fékk fyrir skömmu í fiskabúr.is. Þeim svipar mjög til villtra gubbya en eru litmeiri og flottari en flesta "villitypur" af gubbyum. Ekki má svo gleyma tuxedo maculatus platyum, afkomendum platya sem ég fékk um árið í Gallery skrautfisk, ef ég man rétt. Held bara að allt sé upptalið. Lenti annars í mjög skæðri blettaveiki í fyrra sem nánast þurrkaði allt heila "klabbið" út. Fyrsta lyfið sem ég gaf virkaði ekki hætishót. Stórar töflur frá Kristni, þá á öðrum stað, björguðu því sem bjargað varð. Er smám saman að auka við eignina eftir það.
Fiskó
Sæll Birkir.
Þetta er óvitlaus hugmynd með þráðinn. Er ekki alveg sáttur við myndirnar af búrinu en það er eitthvað sem hægt er að redda. Sóttkví er algert lykiatriði. Jafnvel þótt fiskarnir sem keyptir eru virðist frískir í alla staði getur óværa smyglað sér með. Ég hef fiskana í sérbúri í viku og tékka þá reglulega af með sérstaklega með tilliti til blettaveiki. Ég er annars á móti því að gefa lyf nema sjúkdómseinkenni séu augljós, en ég held að rétt sé að meðhöndla gegn húðsníklum, "svona just in case" Hitt getur verið dýrt spaug.
Þetta er óvitlaus hugmynd með þráðinn. Er ekki alveg sáttur við myndirnar af búrinu en það er eitthvað sem hægt er að redda. Sóttkví er algert lykiatriði. Jafnvel þótt fiskarnir sem keyptir eru virðist frískir í alla staði getur óværa smyglað sér með. Ég hef fiskana í sérbúri í viku og tékka þá reglulega af með sérstaklega með tilliti til blettaveiki. Ég er annars á móti því að gefa lyf nema sjúkdómseinkenni séu augljós, en ég held að rétt sé að meðhöndla gegn húðsníklum, "svona just in case" Hitt getur verið dýrt spaug.
Fiskó
Sæll Guðjón.
Takk fyrir áskorunina. Þetta með tetrurnar er alveg ræðandi. Það er alveg pláss. Annars er ég mjög kræsinn á "lúkkið" á þeim. Mega ekki vera stuttir og feitir, heldur frekar grannir og slörmiklir. Hvað eru þessir höfðingjar annars gamlir ?
Takk fyrir áskorunina. Þetta með tetrurnar er alveg ræðandi. Það er alveg pláss. Annars er ég mjög kræsinn á "lúkkið" á þeim. Mega ekki vera stuttir og feitir, heldur frekar grannir og slörmiklir. Hvað eru þessir höfðingjar annars gamlir ?
Sammála með gotfiskana....eins og sumir hérna kannski vita þá er ég forfallinn guppyræktandi - og þeir fiskar heilla mig allveg upp úr skónum.
Ég er reyndar allveg ósammála því sem að hérna kom fram að það væri auðvelt að rækta upp ný og góð afbrigði í gotfiskum. Það tekur langan tíma ekki spurning.
Þess vegna fór ég til USA og náði mér í 100% hreina stofna og þeir stofnar sem að ég rækta eru
Moscow blue
Russian metal
Fully red
Alla þessa stofna fékk ég hjá aðila sem að heitir Luke Roebuck og eru myndirnar af síðunum hans.
Ég er á leiðinni til USA í mars og er aðhugsa um að koma með enn eina hreinræktaða línuna í ´viðbót ????? kemur í ljós.
Einnig er ég að hugsa um að fara í sverðdraga ???
Ég skora á ykkur að fara í allvöru guppyræktun...virkilega spennandi og skemmtilegt
Ég er reyndar allveg ósammála því sem að hérna kom fram að það væri auðvelt að rækta upp ný og góð afbrigði í gotfiskum. Það tekur langan tíma ekki spurning.
Þess vegna fór ég til USA og náði mér í 100% hreina stofna og þeir stofnar sem að ég rækta eru
Moscow blue
Russian metal
Fully red
Alla þessa stofna fékk ég hjá aðila sem að heitir Luke Roebuck og eru myndirnar af síðunum hans.
Ég er á leiðinni til USA í mars og er aðhugsa um að koma með enn eina hreinræktaða línuna í ´viðbót ????? kemur í ljós.
Einnig er ég að hugsa um að fara í sverðdraga ???
Ég skora á ykkur að fara í allvöru guppyræktun...virkilega spennandi og skemmtilegt
Fiskó
Sæl aftur, Gaman að þessum pælingum, menn sammála og ósammála, það er eðlilegt. Ég ætla hins vegar að halda fast í það sem ég sagði varðandi það að gera ný afbrigði eða línur. Tíminn þarf ekkert að vera langur. Það skiptir máli eftir hverju verið er að sækjast, þarftu að koma einu geni inn í stofninn, eða þarftu að taka fiskana til gagngerra breytinga. Hvað eru fiskarnir góðir sem unnið er með í upphafi. Glöggt auga þess sem ræktar er hugsanlega mikilvægasti þátturinn ?