Monsterhornið - Clown knife og aðrir af Chitala ætt

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Monsterhornið - Clown knife og aðrir af Chitala ætt

Post by Andri Pogo »

Clown knife og aðrir af Chitala ætt

Image
Chitala chitala/Clown knife, mynd úr einkasafni

Ríki: Animalia / Dýraríki
Fylking: Chordata / Seildýr
Flokkur: Actinopterygii / Geisluggar
Undirflokkur: Osteoglossiformes / beintungufiskar
Ættbálkur: Notopteridae
Ætt: Chitala
Ættkvíslar: Chitala chitala, Chitala blanci, Chitala lopis, Chitala ornata.

Í Notopteridae ættbálkinum eru átta tegundir beintungufiska í fjórum ættum.

Chitala ætt:
-Chitala chitala
-Chitala blanci
-Chitala lopis
-Chitala ornata
Notopterus ætt:
-Notopterus notopterus
Papyrocranus ætt:
-Papyrocranus afer
-Papyrocranus congoensis
Xenomystus ætt:
- Xenomystus nigri

Þessar tegundir fiska eru meðal þeirra sem kallaðir eru hnífafiskar.
Nafnið Notopteriadae kemur úr grísku; noton þýðir bak og pteron þýðir uggi.
Til eru aðrar tegundir hnífafiska en fiskarnir í Notopteridae ættbálkinum þekkjast einmitt af bakugganum.

Í þessari grein ætla ég þó aðeins að taka fyrir Chitala ættina.
Chitala fiskarnir eru stórir ferskvatnsránfiskar frá Asíu og er Chitala chitala algengastur af þeim sem búrfiskur og því mest vitað um þá tegund.
Chitala chitala er í daglegu tali kallaður Clown knife.
Þessi grein er að mesti stíluð inn á Clown knife en allar upplýsingar hér eiga þó jafn vel við um hinar tegundirnar þar sem þær eru mjög sambærilegar hvað varðar útlit, hegðun og umönnun.

Heimkynni
Heimkynni Chitala fiskanna eru í kyrrstæðum og súrefnislitlum vötnum og mýrum Suð-austur Asíu.
Þeir hafa þann kost að geta andað að sér andrúmslofti og eru því ekki háðir súrefnismagni vatns líkt og flestir fiskar.
Þeir hafa þó einnig hefðbundin tálkn og nota hvoru tveggja.
Mjög vinsæll matfiskur í Asíu.

Tegundir

Chitala chitala
Clown knife, algengasta tegundin og nánast sú eina sem sést í fiskabúrum.
Clown knife þekkist á stórum svörtum blettum sem liggja samhliða raufaruggann, ljósir hringir umlykja svörtu blettina og eru blettirnir misjafnir að stærð, lögun og fjölda.
Engir tveir fiskar eru með eins bletti.
Í náttúrunni ná Clown knife allt að 100cm lengd og 5kg þyngd.
Í fiskabúrum er 50-60cm algeng hámarksstærð en þó má búast við fullri stærð ef aðstæður leyfa.
Image
Chitala chitala, ungfiskur, um 7cm, mynd úr einkasafni

Image
Chitala chitala, sami fiskur, um 25cm, mynd úr einkasafni

Image
Chitala chitala, sami fiskur, um 35cm, mynd úr einkasafni

Chitala blanci
Kallast í daglegu tali Royal Clown knife. Er fáanlegur sem búrfiskur en ekki í jafnmiklu magni og hinn "venjulegi" Clown knife.
Sambærilegur Clown knife að öllu leiti en í stað stórra svartra bletta er hann með ótal smáa bletti sem fara út í rendur aftast á fiskinum.
Image
Chitala blanci, mynd:fishpix.kahaku.go.jp

Chitala lopis
Þessi er ekki algengur sem búrfiskur en vitað er um dæmi þess að einn og einn hafi ratað í fiskabúr.
Sá stærsti af Chitala ættinni og nær 150cm lengd í náttúrunni.
Er alveg einlitur, án allra bletta.
Image
Chitala lopis, mynd:filaman.ifm-geomar.de

Chitala ornata
Lítið er vitað um þessa tegund.
Hann er nánast eins og Clown knife, nema blettirnir eru mjög smáir og raðast í eina röð mjög nálægt raufarugganum.
Er oft ruglað saman við Clown knife og titlaður sem slíkur.
Image
Chitala ornata, mynd:nas.er.usgs.gov

Einnig er til albino/gull afbrigði af Chitala chitala / Clown knife og kallast þeir í daglegu tali Golden Clown knife.
Image
Golden Clown knife, mynd:animal-world.com

Útlit
Chitala fiskar eru ílangir en mjóir, með hlutfallslega lítinn haus og fá stóra "kryppu" fyrir aftan hausinn.
Raufaruggi og sporður eru samvaxnir og er um 3/4 af lengd fisksins.
Með því að beita þessum sérstaka ugga geta þeir synt á alla vegu og eru mjög liprir í hreyfingum.
Þessi langi uggi minnir á hnífsblað, vegna þess og lögun fiskanna eru þeir kallaðir hnífafiskar.
Bakugginn er mjög lítill og þeir eru án kviðugga.
Ekki er hægt að sjá kynjamun á tegundinni.

Fiskabúrið
Þar sem Chitala chitala / Clown knife er algengasti búrfiskurinn í Chitala ættinni er þessi hluti skrifaður með hann í huga.
Oft eru skoðanir misjafnar á lágmarksbúrstærð fyrir ákveðana fiska og það sama á við um Clown knife.
Ég myndi segja að 500L búr væri ágæt lágmarksstærð, sem breiðast, en þar sem þessir fiskar eru hvorki hraðsyndir né mikið á ferðinni þarf búrið ekki að vera jafn stórt og fyrir hraðsynda fiska af svipaðri stærðargráðu. Þó gildir auðvitað því stærra, því betra.

Passa skal að hafa smá bil milli vatnsyfirborðs og ljósa eða loks því Clown knife fara reglulega með hausinn upp fyrir vatnsyfirborð til að anda að sér lofti.
Þetta gera þeir oft með látum og þarf því að passa að ekkert beitt eða oddhvasst sé við vatnsyfirborðið sem gæti meitt.
Þetta á líka við um steina, rætur og aðrar skreytingar í búrinu sjálfu því fiskarnir hafa ekki sterkbyggt hreistur og geta rispast auðveldlega á beittu skrauti.

Clown knife eru næturfiskar.
Þeir kjósa litla lýsingu, gróður, rætur og aðra felustaði og litla hreyfingu í vatni frekar en mikinn straum.
Þeir eru mjög felugjarnir frá unga aldri en eftir því sem þeir stækka verða þeir öruggari og sjást meira á daginn.
Hafa skal í huga að Clown knife eru ránfiskar, þeir éta alla þá fiska sem þeir geta og munnstærðin kemur á óvart.
Hægt að hafa með þeim meðalstóra kattfiska, Polypterusa, stóra barba, friðsælar stórar síkliður og svo framvegis.
Best er að hafa einn Clown knife en þó getur gengið að hafa þrjá eða fleiri saman, ef þeir eru af sömu stærð og fara í búrið á sama tíma. Þó má alltaf búast við slagsmálum milli þeirra.
Að öðru leiti eru Clown knife auðveldir og kröfulitlir fiskar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum, svo framarlega sem stærð fiskabúrs er nægileg og að aðrir fiskar í búrinu séu við hæfi.

Kjörhitastig er 26-28°.
Meðalaldur Clown knife í fiskabúrum er nokkuð langur og má gera ráð fyrir amk. 10 árum.

Fjölgun
Ekki skal gera ráð fyrir að hægt sé að fjölga þeim í heimahúsum. Það hefur tekist í stórum tjörnum en að öðru leiti eru það einungis ræktendur sem hafa markvisst náð að rækta Chitala fiska og þá líklega aðeins Chitala chitala og Chitala blanci.
Hrygnan hrygnir á vorin á sand eða sléttan flöt en hængurinn sér alfarið um að passa hrognin, seiðin og ungfiskana.
Það gerir hann mjög vel og verður mjög aggressívur gagnvart öðrum fiskum á meðan.
Til eru sögur frá heimamönnum að á hrygningartímanum ráðist fiskarnir jafnvel á báta veiðimanna þegar þeir koma of nálægt.
Ef reyna á fjölgun í heimahúsum þarf til að byrja með mjög stórt búr eða tjörn.
Þar sem ekki er hægt að kyngreina fiskana er æskilegt að byrja með nokkra og athuga hvort par myndist. Þá er hægt að hvetja til hrygningar með því að hækka hitastigið upp í 30°.

Matseðill
Clown knife eru kjötætur og éta því lifandi fiska ásamt ýmsu tilbúnu fóðri.
Þeir verða mjög gráðugir eftir því sem þeir stækka og því þarf að passa vatnsgæði vel. Góðar hreinsidælur og regluleg stór vatnsskipti eru nauðsynleg.

Eftirfarandi eru dæmi um mat sem hægt er að gefa Clown knife:
Fiskflök, rækjur, blóðorma, tubifex orma, smokkfisk, kolkrabba, nautahjarta, lambahjarta, krækling, krill, brine shrimp, mysis shrimp, ánamaðka, ýmsan fiskamat í töfluformi og lifandi fæði.

--

Spurningar um efnið velkomnar hér í þráðinn.
Athugasemdir varðandi stafsetningu / orðafar velkomnar í einkapósti.

--

© Andri Pogo, vinsamlegast birtið ekki annarsstaðar án míns leyfis.
Last edited by Andri Pogo on 24 Feb 2009, 09:50, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Flott hjá þér!
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

takk fyrir :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

frábært samansafn Andri, hats off ;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mér finnst þetta flott grein.. búin að lesa yfir þetta nokkrum sinnum. alltaf jafn skemmtilegt
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply