Er með Spurningu í sambandi Jack Demsey

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Er með Spurningu í sambandi Jack Demsey

Post by Gremlin »

Þannig er nú mál með vöxtum að þegar ég keypti Amerísku Síkliðurnar mínar þá fékk ég mér 2 Dempsey og hafa þeir dafnað vel ásamt öðrum síkliðum. Nú er ég að taka eftir því að eru búnir að grafa og róta til sandinum og halda sig saman undir einni rótini, gæti verið að þeir séu búnir að para sig saman og annar er stærri en hinn. :knús1:
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

jamm gæti vel verið :) mjög líklega...
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gæti verið - sérðu hvort þetta sé sitthvort kynið?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

hvernig sér maður það?
What did God say after creating man?
I can do so much better
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

tekið af fiskabur.is

karlinn getur orðið um 20 cm en 15 cm er algengt
hann er með oddhvassari ugga en kerlingin.

kerlingin er minni en karlinn og litminni en á hrygningar tíma er hún eins litrík og karlinn.

hérna er greinin ef þú vilt kíkja á hana...

http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég get allaveganna líst þeim aðeins. Fékk þá báða úr Fiskó og stærðarmunur var enginn. Byrja að stækka og annar stækkaði hraðar en hinn og sá minni er ekki eins fagur á að líta og litminni en engu nær myndunum á Fiskabúr.is en það er samt töluverður munur á stærð og litarhafti. Vonandi fæ ljósin frá strákunum í Dýragarðinum fljótlega svo ég geti tekið myndir af þeim tveim og deilt með ykkur.
----------------------------------------
Allaveganna virðast þeir báðir halda sig saman undir rótini og koma upp á matartíma og þiggja rækjur en það er slagur um þær í búrinu og Óskarinn er stærstur og frekastur en var samt keyptur miklu seinna og var minnstur í búrinu í góðann tíma en ekki lengur.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

finnst það voða líklegt á lýsingunni á þeim að þetta séu kk og kvk.
Post Reply