Hvítbletta veiki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Hvítbletta veiki

Post by sono »

Ég er búinn að missa 4 sugur núna og allt á 2 vikum og ég sé núna að 2 aðrir fiskar í búrinu eru allir í hvitum blettum , ég er að spá ég er með plöntur í búrinu má ég þá salta? og ef svo er hvesu mikið á ég að salta í 95 litrabúr. Ég er búinn að taka 50% af vatninu og setja nýtt og er búinn að hækka hitan upp í 30 . Ég er lika að spá , getur einhver sagt mér akverju hvitbletta veiki kemur upp í búrinu? og er lika að spá er með gúbbý og sporðurin er byrjaður að tætast upp , er það einhver veiki eða?
250 litra sjávarbúr
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

v / sýkinga

Post by voffi.is »

Sennilega er þetta hvítblettaveiki. Skelltu þér strax út í næstu gæludýraverslun og fáðu lyf við því, til eru góð lyf sem virka vel við hvítblettaveiki!

Tætti sporðurinn á gúbbý er sennilega sporðáta nema einhver hafi verið að narta í hann. Ekki mikið mál að lækna sporðátu, en fyrir alla muni drífðu þig og fáðu lyf, vel hægt að ráða við hvorutveggja!

Eitthvert lyf v/ hvítblettaveiki má ekki nota með salti, en ræddu það við viðkomandi sölumann.

Mér fróðari menn/konur geta frekar sagt þér af hverju hvítblettaveiki kemur upp en vatnsgæðin skipta miklu máli.

Gangi þér vel.
Elskum dýrin án skilyrða......
steing
Posts: 15
Joined: 25 Apr 2008, 13:12
Location: Selfoss

Post by steing »

Hef lent í þessum skratta. Þó alveg stoppað eftir að maður fór að veiða nýja fiska uppúr pokanum sem maður fær þá í, í búðinni og setur þá þannig í búrið.
Það eru þó fleiri þættir sem spila inní og vatnsgæði eflaust einn af þeim þar sem slæm vatnsgæði gera fiska meðtækilegri fyrir ýmsu.

Lyfið sem hefur reddað mér úr þessu er Tetra ContraSpot og á að vera í lagi fyrir alla fiska eftir því sem sagt er á flöskunni (ekki búinn að gera stórar rannsóknir á því þó).

Auðvitað á maður samt að vera með einangrunarbúr sem maður setur nýja fiska í svona amk fyrstu vikuna........
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

steing wrote: Þó alveg stoppað eftir að maður fór að veiða nýja fiska uppúr pokanum sem maður fær þá í, í búðinni og setur þá þannig í búrið.
maður á alltaf að veiða fiskana upp úr pokanum sem maður fær út úr búð, annars gæti búrvatnið í búðunum smitað fiskana í búrinu þínu af einhverri veiki. :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
steing
Posts: 15
Joined: 25 Apr 2008, 13:12
Location: Selfoss

Post by steing »

já Linda. Það lærðist ótrúlega fljótt af reynslu :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hehe, maður lærir af mistökunum :wink:

en sono, skipta um 50% af vatninu og setja 1 matskeið af salti (kötlu salt er best) á hverja 10 lítra. ef ástandið er slæmt þá má setja aðeins meira af salti. sumar plöntur þola saltið ágætlega en ekki allar. hvítbletta veiki kemur út af slæmum vatnaskilyrðum, stressi og of köldu vatni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Fiskar

Post by sono »

Takk fyrir öll svörin :) allt gengur vel núna tók 50 % af vatninu og setti salt og þeirr eru allir að koma til . Allir hvitu blettinir eru farnir :) takk fyrir hjálpina.
250 litra sjávarbúr
Post Reply