Sæl öllsömul. Ég er með 250 lítra búr, uppsett f. 2 mán., íbúar eru 11 cardinal tetrur, 6 sebra dan., 5 sverðdr./platty, 3 guppy, 2 litlar ancistrur, 3 bótíur og einn skali.
Ég lenti strax í þvi að skalarnir hættu að éta, spýttu út úr sér flögunum og snertu þær ekki meir (Tetra min) Þér átu svo sitthvorn blóðorminn einu sinni en voru eftir það ekkert meir í slagnum um frosna fóðrið, svo fór að annar þeirra drapst að ég tel úr hungri en hinn tórir enn þá, ég sé hann aldrei éta neitt, hann hangir við yfirborðið þegar fóðrið er þar en ég sé hann aldrei taka upp í sig, hann hins vegar nartar í botninn og virðist vera að næra sig þar. Svo fékk ég mér dvergsiklíðupar fyrir fáum dögum og þar var alveg sama mynstrið, nörtuðu í flögurnar hættu svo að éta og litu ekki við neinu sem var í boði, kerlingin fór fyrst og karlinn einhverjum 4 dögum seinna. Vatnið hjá mér virðist í fínu lagi nema harkan (GH) virðist vera of mikil(?) Ég skipti um vatn nokkuð reglulega á bilinu 10-40%. Öll ráð eru vel þegin þar sem mig langar mikið í að halda amk eitt siklíðupar.
Siklíðuvandræði
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fiskar drepast ekki úr hungri ef gefið er. Líklegra er að þeir hætti að éta vegna einhverra sjúkdóma og veslist upp.
Það er ansi margt sem kemur til greina miðað við þessa lýsingu.
Þú getur prófað til að byrja með að hækka hitan í 28° og jafnvel skellt lúku af salti í búrið og séð hvort fiskarnir hressast ekki á nokkrum dögum.
Það er ansi margt sem kemur til greina miðað við þessa lýsingu.
Þú getur prófað til að byrja með að hækka hitan í 28° og jafnvel skellt lúku af salti í búrið og séð hvort fiskarnir hressast ekki á nokkrum dögum.
Hinir fiskarnir geta alveg verið frískir allir. Myndi mæla með þessu sem vargurinn segir, hækka hitann um 2-3 gráður og skella 150-250 grömmum af salti í búrið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net