60L Búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

60L Búr

Post by Jakob »

Startaði 60L búri þarsíðasta laugardag, setti í það Convict par. Eru búin að hrygna og allt mjög spennandi þó að þetta sé bara Convict. Hrognin eru samt mjög fá, aðeins um 30stk. Og fungus í slatta :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Seiðin klöktust út í dag og ég færði þau frá foreldrunum...
Seiðin eru um 20stk.
Færði einnig foreldrana í 400L búrið og keypti Tríó af Gúbbífiskum og sverðdraga par og viti menn. Komin fleiri seiði strax í kvöld!!!
Um 20stk. veit samt ekki hvort að seiðin eru sverðdraga eða gúbbí, örugglega gúbbí.
Í búrinu eru núna:
1x Gúbbí KK
2x Gúbbí KVK
1x Sverðdragi KK
1x Sverðdragi KVK
1x 15800kr. Pleggi sem að ég veit ekkert hvaða tegund er og lætur ALDREI sjá sig. :evil:
Annars á búrið að vera í gróður stíl og eru nokkrar plöntur í búrinu sem að þið þurfið að hjálpa mér að finna nöfnin...

Búrið í sinni mynd.
Image

Valisneria Americana og V. Gigantea. Nýklipptar.
Image

Hvaða planta er í miðjunni s.s. ekki valisneria?
Image
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply