Ég fór í gæludýraverslun í dag til að kaupa kúluskít... (og til að vandaðar verslanir liggi ekki undir grun tek ég fram að þetta var dýrabúðin á móti Kringlunni)
Að sjálfsögðu skoðaði ég fiskana um leið og tók eftir að í hverju einasta búri var a.m.k einn dauður fiskur og það var jafnvel dauður froskur sem hinir froskafélagarnir voru búnir að hálfnaga í sundur.
Þá voru 2 frekar stóri gullfiskar fastir við dæluna í búrinu svo að Birta fer til afgreiðslustúlkunnar og segir henni að það séu þarna fiskar fastir við dæluna. Svarið sem hún fékk var: Já, ég veit það, þeir eru dauðir.
Og málið dautt!!
Það var enginn áhugi á að ná hræjunum upp og reyna að halda þessu snyrtilegu, ég var hálf svívirt yfir sóðaskapnum þarna.
Ég hef séð þetta þar áður, spurði hvort að fiskurinn væri til sölu..... afgreiðsludömunni fannst ég ekkert fyndin en datt ekki í hug að taka líkið, fyrir svo stuttu síðan fór ég í mjög lítið útibú af mjög stórri verslun í virtri blómabúð hér í bæ og þar var einmitt allaveganna eitt lík í hverju búri og starfsmaðurinn hékk á bakvið eh staðar. mér finnst ágæt þumalputtaregla að kaupa ekki fiska úr búri þar sem fljóta lík.
Mér finnst svona skortur á metnaði alveg til skammar og furðulegt að svona "búllur" standi undir sér til lengdar.
Annars er ég alveg sammála pípó, bara labba út og leita hlutina uppi annarstaðar..
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
Auðvitað á að fjarlægja svona strax en ég geri alveg greinarmun á einum dauðum eða í hverju einasta búri eins og var þarna. (mér finnst samt skrítið að afgreiðslufólk taki ekki svona dauðyfli frá þegar viðskiptavinirnir eru að benda á, sama hvað búðin heitir)
ég fór í mjög virta búð sem flestir spjallverjar hér kannast nú við og eiga sín viðskipti við í miklum mæli. skoðaði fiskana að sjálfssögðu og af öllum þeim skiptum sem ég hef komið þangað þá hef ég bara einu sinni séð dauðan fisk, ég tilkynnti það auðvitað og fiskurinn var fjarlægður strax! ég var mjög ánægð með það
ekki snyrtilegt að sjá dauða fiska fljótandi um allt eins og sumstaðar, í ónefndum búðum
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Þetta krútt er dáið Ég efast ekki um að lök vatnsgæði hafi drepið hann en ég hef verið hroðalega slök við að skipta undanfarið.
Varð til þess að ég tók öll búr í gegn í dag.
Já, þeir hafa plummað sig fínt.
Ég var lengi vel hrædd um þann brúna því hann var svo lítill þegar ég fékk hann en hann virðist hafa það fínt þarna, stækkar reyndar hægt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mér finnst mjög erfitt að ná mynd af kardinála, þeir halda sig oftast aftast í búrinu og eru heldur ekkert voðalega kyrrir.
Þetta er það skásta sem ég náði í þetta sinn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.