720 lítra Monsterbúr

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Bömmer, það voru allir að bíða eftir blóðugum sögum :sjúkrabíll:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe :P

en eftir að hafa lesið mig meira til um þessa fiska þá eru þeir ekki jafn kolklikkaðir og maður myndi halda þrátt fyrir kjánaglottið á honum og tennurnar fínu... amk ekki í þessari unglingastærð.
Það er alveg stolið úr mér smá íslenska en hann just minds his own business og lætur stærri fiska alveg vera.
En auðvitað breytist það þegar hann stækkar því þá eru hinir farnir að vera ekki svo stórir :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað getur hann orðið stór í búri?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Mesta skráða stærð á þessari tegund er um 100cm en það er óalgengt.
Meðalstærð fullvaxinna er um 70-75cm og hann ætti líklega að ná því líka í búri, annars eiga þeir að stækka frekar hægt þannig það gæti tekið þónokkur ár að bíða eftir því.
Annars man ég ekki eftir að hafa séð stóra af þessari tegund í búri, eflaust því það tekur langan tíma, þannig það verður líka bara að koma í ljós :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Ég hef einmitt lesið nokkur dæmi um að þessir fiskar séu settir í blönduð búr,
og það er yfirleitt mikið talað um þetta með hraðsynda fiska, þeir virðast ekki hafa áhuga á bráðini ef að það er of létt að veiðan hana..

En annars ætla ég að segja 1000kall á að skalinn verði fyrstur, hann var svo girnilegur að sjá eitthvað ;) .. hehe
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

uss þá þekkiru ekki skalan okkar :-)
það var hann sem var að skoða tigerinn hehe
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Allt í gúddí, Tigerinn fékk gullfisk í kvöldmat og var ekki lengi að sporðrenna honum þótt hann hafi verið svona 1/3 af hans stærð.

Rakst á nokkur skemmtileg video sem sýna ef mér skjátlast ekki sömu tegund og ég á, Hydrocynus Vittatus. Þessir eru allir í fullri stærð:

Image Image Image Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Gaf Tiger annan gullfisk áðan en hann virtist ekki vera svangur því hann lét hann vera.
Ég skrapp útí videoleigu og þegar ég kom aftur sá ég hann stökkva á gullfiskinn. Ég greip myndavélina og náði smá klippu :

Image

Svo er hér ein sem mér fannst frekar fyndin, þetta er þegar ég lét gulla útí.
Pangasiusinn er bara á sínu venjulega krúsi en gefur aðeins í þegar hann sér gullfiskinn og þá þaut Tigerinn á eftir Pangasius, því þessir fiskar elta (og/eða bíta) oft það sem syndir hratt framhjá þeim.
Ég sá hann elta Pangasiusinn nokkrum sinnum en hann glefsaði aldrei í hann.
Image

Eins og sést á seinna videoinu er búrið mitt alveg að deyja úr leiðindum og tómleika.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Mér finnst það algjör snilld að þetta skuli ganga svona vel (enþá)
þetta er svo djö*ulli vel upp alið hjá þér :D

En hvað er pangasiusinn annars stór hjá þér ?
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég fylgist bara vel með, ég treysti þessum klikkhaus ekki beint. Allir í búrinu eru sallarólegir en hann alltaf frekar hyper og smellandi kjaftinum í allar áttir.

Pangasiusinn er í kringum 30cm
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Image
-Andri
695-4495

Image
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

eitt sem er að mér finnst vanta alla fiska í ljósið virðast allir hanga í myrkrinu og þess vegna virðist búrið vera svo tómlegt
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jamm ég er enn að bíða eftir nýrri ljósastæðu, en jú megnið af þessum fiskum kýs að vera í myrkrinu fyrst það er í boði.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Það er orðið gaman að fylgjast með Tigernum í búrinu, hann er hressasti fiskurinn í búrinu og er farinn að raða í sig rækjunum á kvöldin, ég ætlaði að ná nokkrum myndum af honum leika sér að rækjunum en hún var batt.laus.

Annars hef ég verið að taka eftir stærðarmun á tveimur Polypterus palmas palmas sem ég hef nú átt í 11 mánuði.
Ég hélt þeir væru nánast eða alveg fullvaxnir þegar ég fékk þá en nú sé ég að annar þeirra er orðinn töluvert lengri og breiðari.
Mér fannst það merkilegt því þetta er ein minnsta Polypterus tegundin og allra mesta stærð þeirra er 30cm.
Þetta eru samt mestu felufiskar sem ég hef kynnst, ég hef átt þá í tæpt ár en þeir hafa legið nánast hreyfingarlausir bakvið rætur eða plöntur síðan þá og láta alls ekki sjá sig á flakki um búrið meðan ljós eru kveikt.
Leiðinlegt, því þessi tegund er gullfalleg.
Ég verð að fara að veiða þá upp og mæla betur, ég reyndi það einu sinni en sá varð kolbrjálaður og ég hætti við.

Þetta er sá sem hefur stækkað svo vel, en myndin er frá því ég fékk hann í ágúst '07:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er sá sami og er á myndinni fyrir ofan, sést vel hvað búkurinn er orðinn þykkur:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég hef verið að leita að einhverjum fallegum fiskum til að bæta í búrið undanfarið og það eina sem ég hef fundið áhugavert er of lítið til að setja í búrið en ég ákvað svo að taka einn í dag sem ég hafði nýverið hætt við.
Red-bellied Pacu varð fyrir valinu en ég hafði áður ákveðið að kaupa ekki þessa tegund því þeir munu líklega fara illa með plönturnar mínar.
Það kemur bara í ljós hvað ég get haldið þeim lengi :)
Ég hef lengi látið mig dreyma um svona fisk og þá sérstaklega red belly.
Þeir hafa líka það fram yfir þá svörtu að hámarksstærðin er örlítið minni.
Pacuar eru frekar umdeildir fiskar, annaðhvort er fólk hrifið af þeim eða alls ekki :) þeir verða fáránlega stórir og kraftmiklir en það sem heillar mig mest er mataræðið þeirra en þeim finnst fátt betra en ávextir, grænmeti og hnetur.
Þeir eru vel tenntir eins og frændur þeirra piranha en í stað flugbeittra tanna hafa þeir tvöfalda röð af stórum tönnum sem minna skuggalega á mannatennur.
Þessi er 8-10cm en þar sem ég tók enga mynd læt ég eina af netinu duga í bili:
Image

og einn mjög stór svartur pacu að gamni:
Image


En ef einhver á eða veit af karlkyns Jaguar, Jack Dempsey, Pollini eða álíka síkliðum, stærri en 10cm, má hann endilega láta mig vita.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hann verður fínn á pönnuna síðar :P
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ef ad thu ert ad tala um paratilapia polleni tha eru their til i dyrarikinu grensasvegi
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Andri Pogo wrote:...það eina sem ég hef fundið áhugavert er of lítið til að setja í...
:) þetta sagði ég einmitt útaf polleni, ég sá þá einmitt á Grensás, en þeir eru bara of litlir fyrir búrið.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Pacu töffarinn
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

lima shovelnose sem ég fékk fyrir nokkru var ansi slappur í gær og var nær dauða en lífi, ég hef ekkert séð hann éta og fyrri eigandi hafði ekki heldur séð það.
Hann er mjög horaður og ég gæti trúað að hann muni svelta sig til dauða ef hann fer ekki að éta.
Ég gerði stór vatnsskipti í gær og saltaði smá og hann var farinn að synda um í morgun
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

vá hvað Pagúinn er flottur!

Vonandi lifir skóflufésið... ég ætla ekki að koma til ykkar að reyna að bjarga honum.. það hefur ekki verið að gera góða hluti... :?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Skyndiákvörðun var tekin áðan...
Jaguar parið úr rekkanum var fært yfir í búrið!
Þau eru ~15cm, þarf að mæla þau betur en djöfull eru þau flott 8)
Ég færði öll seiðin þeirra niður í neðsta rekkabúrið þar sem Borleyi seiðin voru, öll eru í svipaðri stærð og gengur vonandi vel eitthvað áfram.
Ég ætla svo að færa einhverja úr 720L búrinu yfir í búrið sem Jaguar voru í...

Vonum bara að þau hagi sér sómasamlega til að byrja með :o
Last edited by Andri Pogo on 23 Jul 2008, 13:56, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jaguar parið er búið að koma sér vel fyrir undir einni rót í búrinu, þessi rót tilheyrði Black Ghost áður og til að koma í veg fyrir slagsmál færði ég Black Ghost yfir í anddyrisrekkann.
Jaguar parið er byrjað að moka til sandinum, verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer.
Hendi líka Regnabogasíkliðuparinu útí.

Image
-Andri
695-4495

Image
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Andri Pogo wrote:lima shovelnose sem ég fékk fyrir nokkru var ansi slappur í gær og var nær dauða en lífi, ég hef ekkert séð hann éta og fyrri eigandi hafði ekki heldur séð það.
Hann er mjög horaður og ég gæti trúað að hann muni svelta sig til dauða ef hann fer ekki að éta.
Ég gerði stór vatnsskipti í gær og saltaði smá og hann var farinn að synda um í morgun
Magnað að þessi fiskur skuli enn lifa. Ég sá hann aldrei éta þegar ég átti hann.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

var hann svona vanskapaður á kjaftinum og augnlaus þegar þú fékkst hann "nýjan" eða lenti hann í einhverjum ?
-Andri
695-4495

Image
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Andri Pogo wrote:var hann svona vanskapaður á kjaftinum og augnlaus þegar þú fékkst hann "nýjan" eða lenti hann í einhverjum ?
Já hann lenti víst í chönnu áður en ég fékk hann gefins.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sá hann bara 1sinni éta hjá mér, búinn að vera matarlaus í nokkra mánuði. Greyið. :(
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Var aðeins að prófa nýja myndavélina, ekkert sérstakar myndir en bara sýna nýju íbúana í búrinu...

Jaguar karlinn alltaf flottur:
Image

Kerlan:
Image

Nokkrar litlar sem hafa það gott, Regnbogasíkliðupar (þau efri) og Vieja bifasciatus sem mér var selt sem Maculicauda:
Image

Og þessi kyssulegi lá í felum:
Image
-Andri
695-4495

Image
Post Reply