"Einstæð" hrygning ?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
"Einstæð" hrygning ?
Hæhæ
Ég er með eina convict kellu í búrinu hjá mér, hún er búin að vera í þvílíkri hreiðurgerð síðustu daga og svo áðan sá ég að það voru komin egg í hreiðrið hennar. Hvað verður um egginn? kemur hún til með að éta þau sjálf eða þarf ég að taka þau uppúr ?
Kv Magga
Ég er með eina convict kellu í búrinu hjá mér, hún er búin að vera í þvílíkri hreiðurgerð síðustu daga og svo áðan sá ég að það voru komin egg í hreiðrið hennar. Hvað verður um egginn? kemur hún til með að éta þau sjálf eða þarf ég að taka þau uppúr ?
Kv Magga
There is something fishy going on!
Þau bara mygla og verða étin nema einhver hafi frjóvgað þau - sem er ólíklegt ef það er enginn karl í búrinu 

Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég myndi segja að það sé algjör óþarfi.. Ef það er einhver fiskur sem vantar ekki meira af í hobbíið, þá er það convict.Síkliðan wrote:Annars áttu að fá kk fyrir kjelluna
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Convict er skemmtilegur og vanmetinn fiskur vegna þess hversu auðveldur hann er í ræktun. Convict er góður byrjendafiskur vegna þess hve harðgerður hann er og margir fá sikliðuáhugan eftir að hafa eignast convict.
Það er lítið vit í að vera með par vegna þess hversu harkalega þau verja sitt svæði fyrir öðrum fiskum og það getur verið leiðinlegt, sérstaklega fyrir byrjendur að losna við seiðin því verslanir taka varla við þeim gefins.
Að mínu mati er best að vera með stakan kk því hann er oftast friðsamur og ekki að reyna að parast við allt eins og kerlan.
Það er lítið vit í að vera með par vegna þess hversu harkalega þau verja sitt svæði fyrir öðrum fiskum og það getur verið leiðinlegt, sérstaklega fyrir byrjendur að losna við seiðin því verslanir taka varla við þeim gefins.
Að mínu mati er best að vera með stakan kk því hann er oftast friðsamur og ekki að reyna að parast við allt eins og kerlan.
Fékk akkúrat áhugann eftir þetta par. Æðislega skemmtilegir. Var einusinni með 3 stóra kk í 140L búrinu, virkaði mjög vel. Hugsuðu bara allir um að bögga Frontuna
Rétt, átti ConvictxSalvini par í langan tíma, gaf seiðin samt alltaf í fóður
Convict Kvk eiga til að vera dáldið graðar og gleyma sér alveg í þessu tegundarugli

Rétt, átti ConvictxSalvini par í langan tíma, gaf seiðin samt alltaf í fóður

Convict Kvk eiga til að vera dáldið graðar og gleyma sér alveg í þessu tegundarugli

400L Ameríkusíkliður o.fl.
-
- Posts: 1482
- Joined: 20 May 2007, 01:16
- Location: rvk
Ég er sammála Vargi .... convictinn er vanmetin og skemmtilegur fiskur, þessi kvk er ekki sú fyrsta sem ég á og hún átti svosem aldrei að verða einstæð. Ég var búin að hugsa um það lengi að fá handa henni karl. Ég gerði mér svo ferð í gær og fjárfesti í einum kk, en það sem verra er að houm virðist ekkert líka sérstaklega vel við kelluna þar sem hún réðst á hann þar sem hún var með hreiðrið (var samt búin að taka eggin) Svo núna er hún eitthvað hálflöskuð og kk heldur sér í öruggri fjarlægð.... ég verð bara að kveikja á kertum hjá búrinu og setja rómó tónlist undir geislan og sjá hvort þau taki ekki hvort annað í sátt.
Kv Magga
Kv Magga
There is something fishy going on!
Ég er ekki viss um að hann sé vanmetinn - allavega ekki á þessu spjalli. Annarhver maður er með par og allir fíla þá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Mér hefur einmitt fundist umræðan vera alveg á hinn vegin þ.e.a.s að enginn vilji "sitja upp með" þessa fiska.
Annars er allt gott af þeim að frétta, þau eru allavegna voða mikið að skoða hvort annað án þess að vera í stríðshug, svo ég get eflaust vænst þess að verða "amma" fyrr en síðar
Kv Magga
Annars er allt gott af þeim að frétta, þau eru allavegna voða mikið að skoða hvort annað án þess að vera í stríðshug, svo ég get eflaust vænst þess að verða "amma" fyrr en síðar

Kv Magga
There is something fishy going on!