Ég ætlaði að bæta inn myndum af bakgrunn
sem ég gerði um daginn, hann er reyndar í snákabúr en með
betra lakki myndi hann auðvitað virka alveg í fiskabúr
Ég straujaði pínu út af umhverfinu á þessari mynd, óþarfi
að sýna persónulegu muni eignandans
Hefði viljað ná þrívíddinni á rótinni betri svoldið tvívíð
núna, en það kemur kanski með æfingunni
Takk fyrir.
Ég hlakka til að hafa tíma til að reyna aftur, þessi var eingöngu gerður
með málningu en ég hef líka gert með sement og málingu blandað saman.
Arnarl wrote:Þetta er ekkert smá flott hjá þér, hvernig snák ertu með?
Ég bjó þetta til fyrir vin minn hann á Brasilíska regnboga Bóu
Mjög fallegt dýr, glansar á henni eins og olíubrák, ég man ekki hvað hún
heitir hjá honum, held þetta sé stelpa
Bakgrunnurinn er núna svoldið skemmdur, hitinn frá hitamottunni er að
gera sitt eigið munstur í bakgrunninn, ég vissi ekki að hitamottur væru listrænar