Spotted gar - Lepisosteus oculatus

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Spotted gar - Lepisosteus oculatus

Post by skarim »

Ákveðið var að festa kaup á spotted gar þar sem stefnan er að vera með einn stóran fisk.

Því miður þá náðist ekki betri mynd af honum en þetta.

Image


Svo er stefnan að koma honum á að borða rækjur eða flögu mat. Hann er búinn að borða gubby kerlinguna sem fylgdi með honum í kaupbæti og hálfan neðri sporð á balahákarl sem hann hefur glefsað í.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

flottur, hvar fékkstu þennan grip?
ég er einmitt að stefna á svona í staðinn fyrir arowönuna sem dó.

Hvað ertu með stórt búr undir hann ?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laglegur.
Þessir Garar er býsna skemmtilegir.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Þetta er ekki nema 100 L búr. :roll:

Hann var keyptur í Dýraríkinu í Garðabænum.

Ef mér tekst að láta hann stækka eitthvað af viti þá verður reddað stærra búri :P
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Var hann sá eini til?
Hvað kostaði hann?
Hvað er hann stór?

Æðislega flottur fiskur :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Dýraríkið pantaði tvo en hinn dó.

Garinn kostar 10.200 kr hjá þeim (ef gengið helst).

Hann er um 18 cm.
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Gengur erfiðlega að fá garinn til þess að borða rækjur eða þurr mat svo það var ákveðið að kaupa nokkrar tetrur.

Tetrunar voru ekki mikið að átta sig á hættunni sem þær voru í enda sést það á meðfylgjandi myndum. Ekki náðist að festa á mynd þegar hann náði sinni fyrstu tetru þar sem hann er of fljótur og þegar ég kom að búrinu morguninn eftir voru þær allar horfnar.


Image
Image
Image
Image
Image
Image
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Smá video

Fyrst var hann rólegur og náði einum:

<embed src="http://www.youtube.com/v/KpWFib2F7yM&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>


Svo nennti garinn ekki að bíða og fór að elta þá:

<embed src="http://www.youtube.com/v/ULcS8bCQ7-Q&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

embed dótið virkar ekki en hérna eru virkir linkar:
http://www.youtube.com/watch?v=KpWFib2F7yM

http://www.youtube.com/watch?v=ULcS8bCQ7-Q


Annars er þetta glæsilegur fiskur, þið eruð velkomin með hann til mín ef hann verður of stór :)
-Andri
695-4495

Image
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

þetta virkar fínt hjá mér, flottur btw :góður:
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Virkar ágætlega hjá mér líka ;) ..
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

skrítið, keli sagði að þetta ætti ekki að virka á spjallinu, en svo þegar ég skoða þráðinn og er ekki skráður inn, þá virkar þetta.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

það er eins og stjórnednur sjái þetta ekki
Geðveik video :-) ég sé þau btw
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Embed virkar bara ef maður loggar sig inn. Þetta virðist vera eitthvað öðruvísi hjá stjórnendum. :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta virkar ef maður fer í profile og hakar við always allow html.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Í gær tókst mér loksins að fá Garinn til að borða rækju. Vandmálið var að ég var aðeins of góður við hann og leyfi honum ekki að svelta nógu lengi til að rækjurnar væri valkostur á matseðli hjá honum.

Næsta skrefið er að koma honum á þurrfóður svo hann hafi nú fjölbreyttari fæðu en bara lifandi og rækjur.
Post Reply