Fiskabúr Tona

Fyrir þá sem þora. Ránfiskar, botn- og kattfiskar í stórum númerum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Fiskabúr Tona

Post by Toni »

Var að fá mér 240L fiskabúr og með því komu nokkrir íbúar eins og þið sjáið (frekar stórir fyrir þetta búr).

Málið er það að ég reif bakgrunninn sem var í búrinu úr því, af því að hann tók ca 30% af því. Hvað mynduð þið fá ykkur í bakgrunn í staðin. plaggat, einhver svona flottar froðubakgrunn eða eitthvað annað ?

ætla að setja svarta möl í botninn... hvort er betra að hafa möl eða steina ?

Veit að búrið lítur ekkert vel út núna en það mun lagast í þessari viku :)
Image

Image

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Heitir þú nokkuð Anton Ari og býrð í Moso???
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

nebb
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mjög stór og flottur stæðsti Parooninn. Sendu mér ep ef að þú vilt láta geyma eða selja eitthvað. Alltof lítið búr fyrir þessa 4 STÓRU íbúa.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flottir fiskar, en þetta er alltof lítið búr... Þú verður að gera eitthvað í málunum sem fyrst...

Síkliðan wrote:Mjög stór og flottur stæðsti Parooninn. Sendu mér ep ef að þú vilt láta geyma eða selja eitthvað. Alltof lítið búr fyrir þessa 4 STÓRU íbúa.
Og hentar 400l búrið þitt eitthvað betur?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mundi ekki taka allt, og þótt að ég byði honum að senda ep. þá þíddi það ekki að é mundi kaupa. Nei 400L mitt mundi duga skammt með 3 Paroon og 1 Walking Catfish :o :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

er ekki bara hægt að skella þeim á pönnuna ef þeir verða fyrirferðamiklir :P fækkað úr 4 í svona 1-2? ^^
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

hehe kannski fer maður bara að flaka þá og sjóða :) hvaða fiskar eru skemmtilegir með þessum paroon fiskum...
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvernig hreinsibúnað ertu með þessu?

Ég persónulega myndi frekar byrja á að fá stærra búr undir þá eða leita eftir öðru heimili og ath svo með einhverja skemmtilega fiska í búrið.

Annars eru þeir misjafnir, sumum er illa við nýja búrfélaga en aðrir láta aðra fiska alveg vera. Mér finnst bara búrið vera yfirfullt nú þegar og ekki ástæða til að bæta meira við. :)
-Andri
695-4495

Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

enda ætla ég ekki að bæta við heldur skipta ;) losa mig kannski við annann stóra og þann litla eða eitthavð... er svona að spá í þessu, ganga stórir oscarar með paroon. ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

gæti gengið, ef þú ætlar endilega að halda einhverjum af þeim myndi ég þá losa við þá stærri og halda minnsta, þá gætiru amk haft hann aðeins lengur en hina.
Ég hef samt enga reynslu af stórum síkliðum eða hvort búrið sé nægilega stórt fyrir stóran óskar.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Allt of lítið búr fyrir svona of virka og stóra fiska

Þetta búr er nóg fyrir 1 óskar til frambúðar
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Ég get tekið einn hjá þér ;) ..
Endilega sendu mér ep ef að þú hefur áhuga!
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

virkilega flottir fiskar :D mikið væri gaman að eiga svona Pangasius sanitswongsei (vonandi rétt skrifað hjá mér) ef þú ætlar að halda þessum fiskum þá þarftu miklu stærra búr undir þá, til að byrja með allavega 720l :)
Last edited by Elma on 30 Jul 2008, 08:13, edited 1 time in total.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Já það væri mjög gaman að fá sér stærra búr, en ég er ekki alveg viss hvað ég á að gera.. Hvað ætli maður fái fyrir einn svona stórann paroon
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Það er góð spurning..
Hvað kosta þeir útúr búð ?

Annars gæti ég líka boðið mig fram í að passa þá fyrir þig,
ef að þú ætlar að kaupa stærra búr og kanski fengið að halda einum fyrir
vikið ;) ..
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Síðast kostuðu þeir 5500kr. í dýragarðinum um 10cm. :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

ákvað aðeins að sýna hvað maður er búinn að gera... skipta um möl, rífa þennann stóra bakgrunn sem var í búrinu og setja nýjan bakgrunn (plaggat) á eftir að laga það aðeins. síðan ætla að að bæta meiri möl í búrið og setja einhverja flotta innréttingu ( steina/rætur).

Einhverjar hugmyndir ?

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er allt annað, mjög flott.

Ég myndi fara varlega í stórt skraut, steina eða rætur því hann getur meitt sig á því Pangasiusinn. Það var einmitt ástæðan fyrir að ég fjarlægði steina sem ég var með og breytti um rætur.
Sérstaklega þegar hann er þetta stór í hlutfallslega litlu búri, ef honum bregður þá getur hann rekist utan í og rispað sig illa, jafnvel fengið sýkingu og drepist í kjölfarið.
En ef þú ætlar að skreyta passaðu að það sé ekki beitt.
Ég held það gæti verið flott að vera með rætur meðfram endunum á búrinu en þá ertu afturámóti að taka sundpláss frá þeim flotta.


Edit: sýndist fyrst þegar ég sá myndina að það væri bara einn pangasius í búrinu en sá svo annan þegar ég skoðaði betur?
Ertu enn með alla þrjá? Ég var svo ánægður að sjá að þú hafðir fækkað niður í einn :-)
-Andri
695-4495

Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já ´´eg held að ég meigi nú ekki setja of mikið af skrauti kannski 1 rót og kannski eitthvað smá meira... en hérna þegar maður setur svona bakgrunn á maður ekki bara að setja vatn á milli plaggats og glers og strekkja úr honum ? hvernig gerið þið þetta ?
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ekkert vatn, þá koma þessir blettir...
Bara strekkja á og líma meðfram endunum með límbandi.
-Andri
695-4495

Image
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

dýragarðurinn á að vera með einhverskonar "gel" sem á að setja á bakgrunninn til að láta hann klessast svona á glerið, svo var mér sagt allavega
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

já ég byrjaði á því að hafa ekkert vatn, þá varð hann svona allsstaðar eins og blettirnir eru en þegar ég setti vatnið þá varð hann 1000sinnum flottari en ég á bara eftir ða strekkja meira á honum þannig að þeir verði ekki.

hef bara ekki tíma í það núna. Andri þú ert nú með ansi marga fiska, hverjir fynnst þér svona skemmtilegustu (mest á hreyfingu og eitthvað) ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvað með senegalus eða rope fish? verða þeir kannski bara étnir? flottir fiskar samt :) kannski black ghost?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Toni wrote:Andri þú ert nú með ansi marga fiska, hverjir fynnst þér svona skemmtilegustu (mest á hreyfingu og eitthvað) ?
Reyndar eru mínir fiskar ekki sérlega aktívir að undanskildum Pangasiusinum.
Kattfiskurinn sem þú ert með er bara svo mikill ruddi, hann étur allt sem hann getur og er mikill böggari. Annars væri kannski möguleiki að prófa einhverja aðeins minni fiska með ef Pangasiusarnir myndu ekki angra þá.

Annars er hrifinn af Clown knife og Polypterus fiskum, en þeir eru bara seldir svo litlir ef þeir eru til yfir höfuð. Þeir eru samt ekki mjög aktívir.

Það væri kannski best að prófa einhverja fallega ameríska síkliðu ?
Ég held samt að það væri best að fækka pangasiusunum, ef þú færir að bæta fleiri fiskum í gæti gæti orðið alltof mikið "álag" á vatnsgæðin, að bakteriufloran myndi ekki raða við að vinna ur úrganginum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Flott búr 8)
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

Toni wrote:enda ætla ég ekki að bæta við heldur skipta ;) losa mig kannski við annann stóra og þann litla eða eitthavð... er svona að spá í þessu, ganga stórir oscarar með paroon. ?
Ég þekki gamla eigandann. Það voru sko. 2 stórir Oscar fiskar 1catfish og 3hákarlar í þessu búri ekki fyrir svo löngu síðan.

Og þá var þeim alveg sama að Oscararnir væru þarna þannig að það gengur alveg.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

siggi86 wrote:Og þá var þeim alveg sama að Oscararnir væru þarna þannig að það gengur alveg.
Þótt það hafi gengið einusinni þá er ekkert víst að það gangi aftur - paroonarnir eru orðnir stærri, frekari og vanir einverunni. Það er líka þannig að fiskar geta oft alist upp saman og ganga þannig - en ef einhevr væri tekinn uppúr og bætt í viku seinna þá gengur það ekki.

Annars sakar svosem ekki að prófa - maður sér fljótt í hvað stefnir. Mér finnst þetta búr samt ekki bjóða uppá neinar svona breytingar - það er algjört plássleysi þarna fyrir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply