Jæja, eins og staðan er í dag er ég með tvö búr. Þar sem ég telst vera fátækur námsmaður þá verð ég víst að sætta mig við að geta ekki stækkað við mig í bili í búrastærð en það kemur, það kemur.
Stærra búrið mitt er nú kanski ekki mjög stórt, er 85 lítra, akvastabil búr sem ég er búin að eiga núna í rúmlega 3-4 ár, man ekki alveg nákvæmlega. (ath gömul mynd)
Í því eru kardinálatetrur, svarttetrur, SAE, ancystrur (sem voru að hrigna en eru búnar að slökkva á sér), rauðsporður (sem er eini fiskurinn sem eftir er af upprunalegu fiskunum sem fóru í búrið), einhver undarlegur fiskur sem ég var arfleidd og hef ekki hugmynd um hvað hann er, gubby og einn forláta marmaskali.
Í minna búrinu mínu, sem er 54 lítra eru tvær gubby kerlingar, tvær fiðrildasíklur (verð að ná góðri mynd af kallinum því hann er hrikalega flottur longfin) og svo skellti ég mér í verslun um daginn og fékk mér nokkra eplasnigla í það því einhverra hluta vegna vilja ancystrur ekki lifa í því
Ég er nýbúin að taka almennileg vatnsskipti (tek yfirleitt um 20 % því ég er ekki nógu dugleg að fylgjast með því að gera það með réttu millibili), bætti eplasniglunum í littla búrið til að hjálpa mér við að halda því hreinu, og skellti því sem ég er að vona að sé kelling til fiðrildasíklukallsins. Hann er búin að vera soldið að pikka í hana/hann þ.a. ég er ekki alveg viss hvort hann/hún hafi verið rétt kyngreind hjá mér, það gæti alveg verið spurning um að skella annari fiðrildasýklu í búrið til að sjá hvort það sé næg samkeppni til að hann "velji sér kellingu".
Einnig bætti ég við mig tveimur litlum ancystrum í stærra búrið, því stóra parið mitt er hreinlega hætt að þrífa, og loksins þegar ég virðist vera að ná tökum á brúnþörungi þá rífur grænþörungurinn sig upp aftur. Þ.a. núna eru komnir fleiri duglegir vinnumenn í búrin hjá mér þ.a. vonandi minnkar þrifavinnan hjá mér. SAE-arnir stækka og fitna hratt enda nóg af fóðri fyrir þá í búrinu. En vonandi fer eitthvað meira að gerast í fjölgun hjá mér, ancystrurnar eru "sofandi", gubby kellingarnar annað hvort éta undan sér eða hinir fiskarnir gera það (þrátt fyrir Java-mosa í litla búrinu...) en mig langar eiginlega mest að ná upp aftur hrygningu hjá fiðrildasíklunum (enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá mér), var búin að fá fullt af upplýsingum um seyðafóðrun og annað síðast þegar ég náði upp hrygningu, en það reyndist víst ekki vera nóg að parið væri eitt í búrinu heldur átu þau hrognin og svo drapst kellingin og ég hef ekki náð að para aftur... En ég er þolinmóð, *andvarp* mjög þolinmóð.
Já og ég lofa að reyna að redda mér almennilegri myndavél, eitthvað betra en símann minn
Búrin hennar zheeluh
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact: