Er einhver sem getur sagt mér hvað ég get gert til að bjarga slæðusporði sem er útþemdur?
Er búinn að setja hann í sér búr en er ekki allveg viss hvernig ég eigi að taka á þessu.
Var svo að spá í got hjá Gúbbí-um. Þegar gúbbíin er búinn að skila sínu í gotbúrið, hvað er þá gert í framhaldinu með seiðin?
kv. Fiasko
loftmagi + gotbúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: loftmagi + gotbúr
ef þú ætlar að ala seiðin áfram er best að setja þau í sér búr. annars geturðu líka alið þau upp í gotbúrinu þangað til þau verða nógu stór til að fara í aðal búrið. það fer að vísu eftir því hversu stórt gotbúrið er.Fiasko wrote:
Var svo að spá í got hjá Gúbbí-um. Þegar gúbbíin er búinn að skila sínu í gotbúrið, hvað er þá gert í framhaldinu með seiðin?
kv. Fiasko
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
sambandi við slæðusporðinn þá á ég einn stórann sem átti lengi við þetta vandamál, ég saltaði búrið, ekkert mjög mikið og fékk hann til að éta eitt og eitt saltkorn (notaði maldon flögur) síðan gaf ég honum stappaðar grænar baunir (frosnar) og hann er alveg hættur þessu. ég gef þeim alltaf grænar baunir reglulega, þeir eru vitlausir í þær og ég held að þær séu góðar fyrir meltinguna á þeim.