Jú sælt veri fólkið! Ég heiti Hrafnhildur og er forfallinn tanganyika aðdáandi
Ekki get ég samt sagt að ég sé svakalega reynd í fiskunum, var með 2 búr í gangi fyrir um 2 árum síðan. Byrjaði með malawi síkliður, yellow lab og demansoni en breytti fljótlega yfir í tanganyika. Var á tímabili með yellow lab og demansoni ásamt einum calvus í 96 litra búri en brichardi par í 40 lítra búri. Það endaði svo þannig að brikkaparið fór yfir í stóra búrið og réði þar öllu! hehe
Hérna eru myndir af 96 lítra búrinu
Hér er mynd af brikkunum
Hængurinn
og hrygnan
En já allavega, núna er ég komin með 50 lítra búr (sem er ekki stórt en maður segir ekki nei við búri ef maður fær það á góðu verði) og mig langar enn og aftur í síkliður.
Pælingin var að hafa eins og 2 calvusa og eins og 2 brúsknefja en núna er ég orðin svolítið spennt fyrir kuðungasíkliðum, og þá helst Lamprologus ocellatus eða Lamprologus caudopunctatus. Sé ekki fram á það að geta haft þetta allt í búrinu þó að ég gjarnan vildi þannig að maður verður víst að velja og hafna meðan búrið er af þessari stærð
Eruð þið með einhverjar ráðleggingar handa mér? Eða er þetta bara rugl að ætla að reyna að hafa eitthvað í þessu litla búri?
Kynning!
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Ég myndi reyna við Lamprologus caudopunctatus í 50 ltr. búrinu. Ástæðan er sú að mér finnst þeir fallegri en hin tegundin.
Gaman að það skuli vera komin svona tanganyika kelling hingað, ég er með 2 svoleiðis búr.
Þú kíkir kannski á fundinn í Fiskó annaðkvöld kl. 20?
Gaman að það skuli vera komin svona tanganyika kelling hingað, ég er með 2 svoleiðis búr.
Þú kíkir kannski á fundinn í Fiskó annaðkvöld kl. 20?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Áttu ekki lengur þetta 96 l búr ?
Ég var á tímabili með 2 litla calvusa, 2 N. cylindricus og 5 occelatus í 60 l búri og það gékk ágætlega nema hvað að occelatusarnir börðust aðeins og engin seiði komust á legg undan þeim því calvusinn sat grimmt um þau.
Þegar ég fjarlægði alla fiska úr búrinu nema occelatus par komust seyðin loks á legg, nú er parið í búrinu ásamt tveimum seiðahollum og allt gengur vel. Þetta eru stórskemmtilegir fiskar og ótrúlega gaman að fylgjast með þeim, alltaf að snúast og laga til við kuðunginn sinn.
Ég var á tímabili með 2 litla calvusa, 2 N. cylindricus og 5 occelatus í 60 l búri og það gékk ágætlega nema hvað að occelatusarnir börðust aðeins og engin seiði komust á legg undan þeim því calvusinn sat grimmt um þau.
Þegar ég fjarlægði alla fiska úr búrinu nema occelatus par komust seyðin loks á legg, nú er parið í búrinu ásamt tveimum seiðahollum og allt gengur vel. Þetta eru stórskemmtilegir fiskar og ótrúlega gaman að fylgjast með þeim, alltaf að snúast og laga til við kuðunginn sinn.
Nei því miður þá seldi ég 96 lítra búrið síðasta sumar! Bjó í Danmörku í haust þannig að ég hafði voða lítið við það að gera á meðan...
Ég er sammála því að caudopuntatusinn er fallegri en ég hef einmitt heyrt að occelatusinn sé skemmtilegur - svo eru þeir líka talsvert minni... Gæti verið gaman að prufa þá! - Er ekki í lagi að hafa Brúsknefja með þeim?
Og sliplips, ég væri alveg til í að mæta á morgun en ég verð víst staðsett útí Danmörku annað kvöld
Ég er sammála því að caudopuntatusinn er fallegri en ég hef einmitt heyrt að occelatusinn sé skemmtilegur - svo eru þeir líka talsvert minni... Gæti verið gaman að prufa þá! - Er ekki í lagi að hafa Brúsknefja með þeim?
Og sliplips, ég væri alveg til í að mæta á morgun en ég verð víst staðsett útí Danmörku annað kvöld
HLH: þessi búr hjá þér lofa skuggalega góðu.
Langar þig ekki að setja þennan þráð í off-topic fórumið? þar er þráður þar sem spjallverjar kynna sig til leiks. Gott að safna öllum saman þar svo maður hafi yfirsýn.
Bara hugdetta frá mér.
Hvet þig líka til að stofna sér þráð um búrið þitt, þar sem þú setur inn helstu tilfæringar og pælingar.
Mjög þægilegt og gaman fyrir okkur að fylgjast með.
Langar þig ekki að setja þennan þráð í off-topic fórumið? þar er þráður þar sem spjallverjar kynna sig til leiks. Gott að safna öllum saman þar svo maður hafi yfirsýn.
Bara hugdetta frá mér.
Hvet þig líka til að stofna sér þráð um búrið þitt, þar sem þú setur inn helstu tilfæringar og pælingar.
Mjög þægilegt og gaman fyrir okkur að fylgjast með.