
Ekki get ég samt sagt að ég sé svakalega reynd í fiskunum, var með 2 búr í gangi fyrir um 2 árum síðan. Byrjaði með malawi síkliður, yellow lab og demansoni en breytti fljótlega yfir í tanganyika. Var á tímabili með yellow lab og demansoni ásamt einum calvus í 96 litra búri en brichardi par í 40 lítra búri. Það endaði svo þannig að brikkaparið fór yfir í stóra búrið og réði þar öllu! hehe
Hérna eru myndir af 96 lítra búrinu


Hér er mynd af brikkunum
Hængurinn

og hrygnan

En já allavega, núna er ég komin með 50 lítra búr (sem er ekki stórt en maður segir ekki nei við búri ef maður fær það á góðu verði) og mig langar enn og aftur í síkliður.
Pælingin var að hafa eins og 2 calvusa og eins og 2 brúsknefja en núna er ég orðin svolítið spennt fyrir kuðungasíkliðum, og þá helst Lamprologus ocellatus eða Lamprologus caudopunctatus. Sé ekki fram á það að geta haft þetta allt í búrinu þó að ég gjarnan vildi þannig að maður verður víst að velja og hafna meðan búrið er af þessari stærð

Eruð þið með einhverjar ráðleggingar handa mér? Eða er þetta bara rugl að ætla að reyna að hafa eitthvað í þessu litla búri?