Gúbbíkerling með seiði?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Gúbbíkerling með seiði?

Post by Fiasko »

Daginn.

Ég er með eina Gúbbíkerlingu og einn Gúbbí karl. Og ég hef verið að velta fyrir mér hvort kerlingin sé ekki búinn að vera með seiði.

Hún er vel pattaraleg og virðist vera kominn á steypinn :D

Hef lesið mig til um að kerlingarnar fái einhvern svartan blett þegar þær verða með seiði., en er ekki allveg viss með þennan blett.Það væri snilld ef einhver gæti skellt inn mynd af kerlingu með þennan blett.

Er einhver sem getur frætt mig um það hvernig Gúbbí kerlingar haga sér fyrir got, hversu lengi þær eru með seiðin í sér og hvað það líður langt frá því hún á seiðin og þar til hún verður seiðafull aftur.


Með fyrir fram þökk fyrir svör

Fiasko


P.S.

Eins væri hrikalega gott að fá nákvæma útlistingu á því hvar þessi svarti blettur er, ef engin á mynd af honum.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kerlingin er bara svört við gotraufina :) Skelltu henni bara í gotbúr :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Setti hana í gotbúr rétt áðan, hún er svört við gotraufina.
Post Reply